„Hegðunarvandi og geðraskanir barna og unglinga - Forvarnir, meðferð og samþætting þjónustu“ er yfirskrift málþings sem haldið verður 3. og 4. febrúar 2005 á Grand hótel Reykjavík.
Málþingið er á vegum Barnaverndarstofu, barna- og unglingageðdeildar LSH, BUGL, Miðstöðvar heilsuverndar barna og Landlæknisembættisins. Gert er ráð fyrir að því ljúki með hópvinnu og pallborðsumræðum um stöðu starfs með börn og unglinga með hegðunarvanda og geðraskanir á Íslandi.
Hverjum málþingið er ætlað:
Öllum faghópum og hagsmunahópum sem málefnið varðar, í mennta-, félags-, heilbrigðis- og dómsmálakerfunum.
Helstu efnisþættir:
· Samþætting þjónustu í málefnum barna og unglinga með hegðunarvanda og geðraskanir
· Geðheilsa barna og meðferðarþörf barna og unglinga með hegðunarvanda og geðraskanir.
· Hlutverk sérfræðiþjónustu skóla og skólaheilsugæslu gagnvart börnum með hegðunarvanda og geðraskanir
Þrír erlendir fyrirlesarar tala, auk þess sem íslenskir fyrirlesarar fjalla um málefnið frá sjónarhorni hinna ýmsu starfs- og fagsviða.
Lars Hammer barnageðlæknir frá Noregi
gefur yfirlit yfir þjónustu við börn og unglinga með hegðunarvanda og geðraskanir í Noregi
Tore Andreassen sálfræðingur frá Noregi
fjallar um rannsóknir á árangri í meðfrð hegðunarvanda.
Poul Nissen sálfræðingur frá Danmörku
talar um hvers þarf að gæta,þegar ætlunin er að bregðast skynsamlega við vanda barna með hegðunarvanda og geðraskanir.
Verð fyrir þátttöku báða dagana kr. 15.000.- en annan daginn kr. 8.000.-