Landspítali - háskólasjúkrahús (LSH) og St. Franciskusspítali Stykkishólmi (SFS) hafa ákveðið að hefja samstarf í vistunarmálum og umönnun hjúkrunarsjúklinga, samkvæmt viljayfirlýsingu forstöðumanna stofnananna. Markmiðið er að stuðla að betri nýtingu sjúkrarúma beggja stofnana með því að sjúklingum sem bíða eftir hjúkrunarrými á LSH verði boðin dvöl á SFS í umsaminn tíma. Með samstarfinu aukast möguleikar Landspítala - háskólasjúkrahúss á að veita sérhæfða þjónustu um leið og betri nýting verður á sjúkrarúmum á St. Franciskusspítala.
Fjöldi sjúklinga bíður að jafnaði á LSH eftir vistun í hjúkrunarrými að lokinni sérhæfðri meðferð á spítalanum. Á sama tíma hafa sjúkrarúm á SFS losnað vegna aukinnar heimahjúkrunar á þjónustusvæði spítalans.
Gert er ráð fyrir því að allt að fimm rúm verði til tímabundinna afnota fyrir sjúklinga frá LSH á St. Franciskusspítala sem bíða eftir hjúkrunarheimilisvist. Vistunarmat þarf að liggja fyrir auk beiðni á tilgreind heimili. Auk þessa er um að ræða tvö pláss fyrir lengri vistun.
Jafnréttis- og sjálfsákvörðunarákvæði í lögum um aldraða verða virt í hvívetna og því ekki lagðir inn á SFS þeir sem eru mótfallnir dvöl þar. Einstaklingar með einkenni heilabilunar verða heldur ekki vistaðir á SFS þar sem þeir eiga rétt til vistar á sérhæfðum deildum sem ekki eru þar.
Útskriftar- og öldrunarteymi LSH hefur með höndum samskipti við St. Franciskusspítala að höfðu samráði við hjúkrunarforstjóra sjúkrasviðs og yfirlækni SFS sem taka ákvörðun um vistun í hjúkrunarrými þar.
Fjöldi sjúklinga bíður að jafnaði á LSH eftir vistun í hjúkrunarrými að lokinni sérhæfðri meðferð á spítalanum. Á sama tíma hafa sjúkrarúm á SFS losnað vegna aukinnar heimahjúkrunar á þjónustusvæði spítalans.
Gert er ráð fyrir því að allt að fimm rúm verði til tímabundinna afnota fyrir sjúklinga frá LSH á St. Franciskusspítala sem bíða eftir hjúkrunarheimilisvist. Vistunarmat þarf að liggja fyrir auk beiðni á tilgreind heimili. Auk þessa er um að ræða tvö pláss fyrir lengri vistun.
Jafnréttis- og sjálfsákvörðunarákvæði í lögum um aldraða verða virt í hvívetna og því ekki lagðir inn á SFS þeir sem eru mótfallnir dvöl þar. Einstaklingar með einkenni heilabilunar verða heldur ekki vistaðir á SFS þar sem þeir eiga rétt til vistar á sérhæfðum deildum sem ekki eru þar.
Útskriftar- og öldrunarteymi LSH hefur með höndum samskipti við St. Franciskusspítala að höfðu samráði við hjúkrunarforstjóra sjúkrasviðs og yfirlækni SFS sem taka ákvörðun um vistun í hjúkrunarrými þar.