Barnaspítala Hringsins hefur verið afhent fé sem safnaðist þegar hópur manna hjólaði í sumar frá Hveragerði til Reykjavíkur í minningu Péturs Inga Sch. Ágústssonar. Guðrún Steingrímsdóttir, ekkja Péturs, afhenti styrkinn sem verður notaður til að stytta börnum á spítalanum stundirnar.
Pétur Ingi Sch. Ágústsson fæddist 16. júlí 1954 og hefði því orðið fimmtugur sumarið 2004. Hann lést 21. september 2003. Pétur Ingi lá mikið á Barnaspítala Hringsins sem barn. Hann var mikill áhugamaður um hjólreiðar og hjólaði m.a. hringinn í kringum Ísland fyrir tíu árum. Í tilefni af afmælinu ákváðu vinir og fjölskylda hans að hjóla yfir Hellisheiði. Samhliða var safnað fé til styrktar Barnaspítala Hringsins í minningu Péturs Inga.
Barnaspítali Hringsins færir fjölskyldu, ættingjum og vinum Péturs Inga þakkir fyrir stuðninginn.
Pétur Ingi Sch. Ágústsson fæddist 16. júlí 1954 og hefði því orðið fimmtugur sumarið 2004. Hann lést 21. september 2003. Pétur Ingi lá mikið á Barnaspítala Hringsins sem barn. Hann var mikill áhugamaður um hjólreiðar og hjólaði m.a. hringinn í kringum Ísland fyrir tíu árum. Í tilefni af afmælinu ákváðu vinir og fjölskylda hans að hjóla yfir Hellisheiði. Samhliða var safnað fé til styrktar Barnaspítala Hringsins í minningu Péturs Inga.
Barnaspítali Hringsins færir fjölskyldu, ættingjum og vinum Péturs Inga þakkir fyrir stuðninginn.