"Ég" nefnist sýning á myndverkum sem opnuð var á Barnaspítala Hringsins miðvikudaginn 20. október 2004. Þau eru unnin af börnum í listsmiðjunni Gagn og gaman í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Þar hafa börn og listamenn eytt saman ófáum sumardögum við leik og listiðkun síðastliðin 15 ár. Afraksturinn eru ótal perlur af öllum stærðum, gerðum og listformum sem Gerðuberg hefur markvisst varðveitt með því að safna úrvali listaverka og heimilda frá hverri einustu listmiðju. Þetta listaverkasafn er svo brunnur margvíslegra sýninga og fróðleiks um tjáningu og sköpun barna.
Verkin sem hér eru valin saman tengjast sjálfsmynd barnsins og sýn þess á sig og það sem því stendur næst. Þetta er önnur sýningin samkvæmt samningi milli Barnaspítala Hringsins og Gerðubergs um stöðugt sýningarhald næstu árin. Þema fyrstu sýningarinnar var hafið og umhverfi þess.
Verkin sem hér eru valin saman tengjast sjálfsmynd barnsins og sýn þess á sig og það sem því stendur næst. Þetta er önnur sýningin samkvæmt samningi milli Barnaspítala Hringsins og Gerðubergs um stöðugt sýningarhald næstu árin. Þema fyrstu sýningarinnar var hafið og umhverfi þess.