Ingileif Sigfúsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á bráðamóttöku barna frá 1. október 2004 á grundvelli umsóknar um stöðuna, umfjöllunar í stöðunefnd hjúkrunarráðs LSH og viðtals.
Ingileif lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1982 og 15 eininga námi í starfsmannastjórnun við Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2004. Ingileif hefur langa starfsreynslu í hjúkrun, þar af lengst á bráðamóttöku þar sem hún hefur lagt áherslu á móttöku og hjúkrun barna. Hún hefur reynslu af starfsmannastjórnun, var hjúkrunarforstjóri á Heilsugæslu Raufarhafnar 1992 - 1994 og var staðgengill deildarstjóra á bráðamóttöku barna LSH frá opnun hennar 2003. Ingileif vann að skipulagningu og undirbúningi flutnings bráðamóttöku barna frá bráðasviði yfir á nýjan barnaspítala og vann að opnun og uppbyggingu bráðamóttöku barna á nýjum Barnaspítala Hringsins.
Bráðamóttaka barna er nýjung í starfsemi barnasviðs og var opnuð þegar flutt var í nýja spítalann í apríl 2003. Bráðamóttakan er á jarðhæð 22D í Barnaspítala Hringsins og er rekin í nánu samstarfi við allar deildir barnasviðs.
Hjúkrunardeildarstjórar á LSH starfa samkvæmt starfslýsingu (krækja í starfslýsingu).