Á heimasíðu Blóðbankans gefur að líta nýja útgáfu af Handbók Blóðbankans. Bókinni er ætlað að vera til taks fyrir starfsfólk á sjúkrastofnunum og er í henni að finna upplýsingar um rannsóknir og blóðhlutagjafir, fylgiseðla blóðhluta og fleira.
Handbókin byggir að verulegu leyti á 1. útgáfu en hefur tekið talsverðum breytingum í útliti og efnistökum til að svara kalli tímans.
Það er von starfsmanna Blóðbankans að handbók þessi sé í senn notadrjúg, fræðandi og aðlaðandi þeim sem í hana leita.
Í tilefni af nýrri útgáfu Handbókar Blóðbankans er haldin námskeið dagana 18., 19. og 20. október 2004, ætlað starfsfólki sjúkradeilda sem panta og gefa blóðhluta, sem byggir á handbókinni. Sjá nánar í námskrá LSH: Blóðhlutagjöf og rannsóknir vegna þeirra.
Enn er tækifæri til að skrá sig.