Útskriftar- og öldrunarteymi LSH tók formlega til starfa 1. október 2004 með nýjum áherslum. Í því eru félagsráðgjafar, iðjuþjálfi, hjúkrunarfræðingar, öldrunarlæknir, endurhæfingarlæknir og ritari. Útskriftar- og öldrunarteymið er byggt á öldrunarteymi sem hefur starfað síðan öldrunardeildir voru í Hátúni á vegum Landspítalans. Iðjuþjálfi og endurhæfingarlæknir eru núna í teyminu en hafa ekki verið þar áður. Þá kemur teymið nú að útskriftum 67 ára og yngri sem þurfa sérstök úrræði. Nýjar áherslur verða m.a. aukin þjónusta við bráðamóttökur og gæsludeildir. Óskað er eftir því að upplýsingar um sjúklinga berist teyminu sem fyrst svo markviss undirbúningsvinna geti hafist þannig að ekki verði óþarfa seinkun á útskrift af hennar völdum.
Sigríður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur samræmir verkefni teymisins. Til að biðja um þjónustu þess þarf að hringja í ritara útskriftar- og öldrunarteymisins milli kl. 08:00 og 14:00 í síma 9309 eða í einhvern sem í því situr. Teymið hefur aðsetur á 10. hæð í Fossvogi en þjónar öllum sviðum spítalans.
Útskriftar og öldrunarteymið
Sigríður Guðmundsdóttir innlagnastjóri/hjúkrunarfræðingur
Auður Hafsteinsdóttir iðjuþjálfi
Berit Þórhallsdóttir hjúkrunarfræðingur
Bryndís Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur
Guðrún Sigtryggsdóttir hjúkrunarfræðingur
Heiðbjört Guðmundsdóttir ritari
Jón Eyjólfur Jónsson yfirlæknir
Kristjana Sigmundsdóttir félagsráðgjafi
Stefán Yngvason sviðsstjóri lækninga
Svava K. Valfells hjúkrunarfræðingur
Þorbjörg Árnadóttir félagsráðgjafi
Megin verkefni teymisins er
- að lágmarka legutíma sjúklinga eftir að meðferð á sérhæfðum deildum er lokið
- að gegna samræmingarhlutverki í flóknum útskriftum
- að tryggja að þjónustan verði veitt þar sem sérþekking er í samræmi við heilsufar og þörf einstaklingsins fyrir þjónustu
- að hraða ferli sjúklings frá bráðamóttöku inn á legudeild.
- að eiga samstarf við göngudeildir