Á geðsviði hefur almenn göngudeild 31E við Hringbraut verið sameinuð dagdeild á Hvítabandi og hefur
Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri frá 1. október 2004 á grundvelli umsóknar um stöðuna og viðtals. Guðrún Úlfhildur var áður deildarstjóri í 2 ár á móttöku- og meðferðardeild 32C á Hringbraut.
Eyrún Thorstensen hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á móttöku- og meðferðardeild 32C á Hringbraut frá 1. október 2004 á grundvelli umsóknar um stöðunar, umfjöllunar í stöðunefnd hjúkrunarráðs LSH og viðtals. Eyrún Thorstensen lauk BSc prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1992. Hún hefur 9 ára starfsreynslu í hjúkrun, þar af 7 ár á sviði geðhjúkrunar. Eyrún hefur þriggja ára starfsreynslu af starfi aðstoðardeildarstjóra á
geðsviði og hefur gegnt því starfi síðastliðið ár á deild 32C.
Hjúkrunardeildarstjórar á LSH starfa samkvæmt starfslýsingu.