Landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar til styrktar geðsjúkum fer fram dagana 7. til 10. október 2004 undir kjörorðinu Lykill að lífi. Í söfnuninni er K-lykillinn seldur en ágóðinn rennur til barna- og unglingageðdeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss (BUGL) og Geðhjálpar. Markmiðið með söfnuninni er að rjúfa einangrun geðsjúkra og efla uppbyggingu göngudeildar BUGL.
- Sölumenn Kiwanis ætla að selja K-lykilinn við verslanir, í fyrirtækjum og með því að ganga í hús. Einnig er hægt að styrkja söfnunina um eitt þúsund, þrjú þúsund eða fimm þúsund krónur með því að hringja í símanúmerin 905 5001, 905 5003 og 905 5005.
Unnið er að nauðsynlegum undirbúningi áður en hafist verður handa við að stækka barna- og unglingageðdeildina við Dalbraut. Í vor var boðað þjóðarátak til þess koma þeirri byggingu upp. Talsvert er til í sjóði en það vantar samt mikið til þess að ljúka framkvæmdum. Söfnun Kiwanismanna kemur því örugglega í góðar þarfir.
Fréttatilkynning Kiwanishreyfingarinnar um landssöfnunina - Smellið hér.