Framkvæmdastjórn hefur að tillögu viðbragðsstjórnar skipað fimm nefndir til að vinna að mótun viðbragðsáætlunar LSH. Þær eiga allar að ljúka störfum um næstu áramót. Viðbragðsáætlun LSH skiptist í fjóra hluta sem eru hópslys, bráðir smitnæmir sjúkdóma, eiturefni og geislavirk efni.
Við LSH starfar viðbragðsstjórn til þess að hafa yfirsýn og stjórna aðgerðum af hálfu spítalans þegar á reynir vegna hópslysa, farsótta eða annarrar vár sem varðar almannaheill. Viðbragðsstjórn LSH er þáttur í skipulegri uppbyggingu almannavarna í landinu sbr. lög um almannavarnir nr. 94/1962, með síðari breytingum. Jafnframt er hún tengiliður spítalans við Almannavarnir ríkisins. Viðbragðsstjórn LSH hefur það hlutverk að gera tillögur til framkvæmdastjórnar Landspítala - háskólasjúkrahúss um hvað eina er spítalanum ber skylda til samkvæmt lögum, reglum eða ákvörðun yfirstjórnar spítalans. Stjórninni er m.a. falið að deila verkefninu í undirflokka, undir stjórn viðbragðsstjórnar þ.e. hópslysanefnd, eitrunarnefnd, farsóttanefnd, nefnd um geislavirk efni og rýmingaráætlun. Viðbragðsstjórn LSH er falið að skilgreina verkefni nefndanna, samhæfa störf þeirra og gera tillögu til framkvæmdastjórnar um skipan þeirra. |
Nefnd um rýmingaráætlun:
Valur Sveinbjörnsson, verkfræðingur, formaður.
Guðrún Halldórsdóttir, deildarstjóri
Inger María Ágústsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Barnaspítala Hringsins.
Ingibjörg Björgvinsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Ingibjörg Kolbeins Sigurðardóttir, deildarstjóri.
Jón Snorrason, verkefnisstjóri, geðsviði.
Kolbrún Gísladóttir, biðlistastjóri.
Sigríður Guðmundsdóttir, innlagnarstjóri.
Nefnd um eitranir:
Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur, formaður.
Elísabet Benedikz, sérfræðingur.
Guðborg Guðjónsdóttir, lyfjafræðingur.
Kristinn Sigvaldason, sérfræðingur.
Leifur Franzson, lyfjafræðingur.
Nefnd um farsóttir:
Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir, formaður.
Aðalsteinn Pálsson, sviðsstjóri byggingarsviðs.
Berglind Mikaelsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Bríet Birgisdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Már Kristjánsson, yfirlæknir.
Ófeigur Þorgeirsson, sérfræðingur.
Sigríður Antonsdóttir, deildarstjóri.
Nefnd um hópslys:
Jón Baldursson, yfirlæknir, formaður.
Alma Möller, yfirlæknir.
Bjarnveig Pálsdóttir, deildarstjóri.
Guðbjörg Pálsdóttir, deildarstjóri.
Ingunn Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur.
Kristín Halla Marinósdóttir, deildarstjóri.
Nefnd um geislavirk efni:
Garðar Mýrdal, forstöðueðlisfræðingur, formaður.
Bára Benediktsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Halla Halldórsdóttir, sérfræðingur.
Ísleifur Ólafsson, yfirlæknir.
Vilhelmína Haraldsdóttir, sviðsstjóri lækninga, lyflækningasviði II.