Fyrsta brjóstaaðgerðin á skurðstofu kvenna í langan tíma var gerð þriðjudaginn 7. september 2004 eftir að ný skurðstofa var tekin í gagnið. Í tilefni af því færði Margrét I. Hallgrímsson sviðsstjóri hjúkrunar á kvennasviði Gróu B. Reykdal aðstoðardeildarstjóra kvenlækningadeildar 21A blómvönd með ósk um farsæla umönnun kvenna sem fara í brjóstaaðgerðir vegna góð- og illkynja meina.
Við mótun Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur skipulag á skurðstofum verið endurskoðað og nú síðast farið í að skoða nýtingu á skurðstofu kvennasviðs. Ýmsir möguleikar voru ræddir og var komist að þeirri niðurstöðu að best færi með starfsemi kvennasviðs að flytja brjóstaaðgerðir þar inn.
Við mótun Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur skipulag á skurðstofum verið endurskoðað og nú síðast farið í að skoða nýtingu á skurðstofu kvennasviðs. Ýmsir möguleikar voru ræddir og var komist að þeirri niðurstöðu að best færi með starfsemi kvennasviðs að flytja brjóstaaðgerðir þar inn.