Tveir fulltrúar samtakanna Rekryteringsgruppen halda fyrirlestur á Íslandi þann 8. september 2004 þar sem Íslendingum gefst færi á að kynnast þessum einstöku samtökum og starfsemi þeirra. Báðir fyrirlesararnir eru lamaðir og nutu stuðnings samtakana eftir að þeir slösuðust en starfa nú innan þeirra við að leiðbeina öðrum.
Rekryteringsgruppen eru samtök sem reka umfangsmikið starf í Svíþjóð við að þjálfa og styðja fatlaða, ekki síst mænuskaðaða, til aukins sjálfstæðis. Markmið þeirra er að ná sem fyrst til þeirra sem lamast af völdum slysa og styðja og örva þá til virkara lífs í hjólastólum.
Efni meðal annars:
Bakgrunnur og hugmyndafræði Rekryterinsgruppen.
Starfseminni lýst í stórum dráttum í fortíð og nútíð.
Íþróttir fatlaðra sem leið til sjálfstæðis.
Staðan í Svíþjóð í dag varðandi hjólastólanotendur.
Hjólastóllinn. Sögulegt ágrip.
Breytingar á eðli mænuskaða frá því sem áður var.
Að breyta hugarfari.
Fyrirlesturinn á erindi til allra sem láta sig varða málefni þeirra sem nota hjólastóla og verður fluttur á ensku.
Þátttökugjaldi verður haldið í lágmarki. Staðsetning, þátttökugjald og skráning verður auglýst síðar.