Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er á mánudaginn 14. júní 2004. Í Blóðbankanum mun dagurinn vera haldinn hátíðlegur. Allir blóðgjafar fá pylsu sem SS gefur. Blómabændur gefa einnig öllum blóðgjöfum rauða rós. Upp úr hádegi kemur Og Vodafone bíllinn, sem er tveggja hæða strætó og hægt er að spila inn í honum ýmsa leiki svo sem þyt-hokkí og fleira. Gestirnir verða einnig með "spark-mark" í garðinum þar sem boðið verður upp á að reyna að skora mark hjá Manchester United. Allir sem taka þátt fá dómaraflautu og þeir sem skora mark fá boltann gefins.
Blóðbankinn - Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn 2004
Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er á mánudaginn 14. júní 2004. Í Blóðbankanum mun dagurinn vera haldinn hátíðlegur