Stjórnendur LSH telja að hugmyndir um aðgerðir til sparnaðar á LSH, sem kynntar hafa verið heilbrigðisráðherra, þýði samdrátt í þjónustu við sjúklinga. Samdráttaraðgerðir hefðu víðtæk áhrif á starfsfólk LSH, starfsandi myndi versna og sá árangur sem náðst hefur dragast saman. Þetta sé mjög miður þar sem allar afkastatölur sýni framleiðniaukningu og árangur sameiningar spítalanna sé að koma fram.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í fundargerð stjórnarnefndar frá 26. maí 2004 þar sem hún fjallaði um fyrirhugaðar samdráttaraðgerðir.