Halldór Víkingsson píanóleikari frá Tónlistarskóla Seltjarnarness verður með tónleika í menningarhorni á miðvikudegi á Barnaspítala Hringsins 19. maí 2004, kl. 12:15 -12:45.
EFNISSKRÁ:
Sónata nr. 23 í f-moll, op. 57, Appassionata e. Ludvig van Beethoven
allegro assai - piu
allegro andante con moto - 3 tilbrigði
allegro ma non troppo - presto
Ástríðusónatan (samin 1804) er eitt af mestu píanóverkum Beethovens. Líkt og í fimmtu sinfóníunni er stef í 1. þætti sónötunnar samsett úr þremur stuttum nótum og einni langri, tákni baráttunnar sem er andstæða hins þunglyndislega og dapurlega punkteraða f-moll stefs í byrjun verksins. Þetta er mikið átakaverk en þó er hinn hægi annar þáttur eins og lognið í miðju hvirfilbylsins, stef og þrjú tilbrigði. Í þriðja þætti kemur sigurstefið aftur en nú í lengdri útgáfu og verður að lokum alls ráðandi. Þegar Beethoven var spurður að því hvers vegna verkið héti Appassionata sagði hann: Llesið Ofviðrið eftir Shakespeare.
EFNISSKRÁ:
Sónata nr. 23 í f-moll, op. 57, Appassionata e. Ludvig van Beethoven
allegro assai - piu
allegro andante con moto - 3 tilbrigði
allegro ma non troppo - presto
Ástríðusónatan (samin 1804) er eitt af mestu píanóverkum Beethovens. Líkt og í fimmtu sinfóníunni er stef í 1. þætti sónötunnar samsett úr þremur stuttum nótum og einni langri, tákni baráttunnar sem er andstæða hins þunglyndislega og dapurlega punkteraða f-moll stefs í byrjun verksins. Þetta er mikið átakaverk en þó er hinn hægi annar þáttur eins og lognið í miðju hvirfilbylsins, stef og þrjú tilbrigði. Í þriðja þætti kemur sigurstefið aftur en nú í lengdri útgáfu og verður að lokum alls ráðandi. Þegar Beethoven var spurður að því hvers vegna verkið héti Appassionata sagði hann: Llesið Ofviðrið eftir Shakespeare.