Starfshópur á vegum LSH hefur skilað skýrslu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sameiningu sjúkrahúsa frá nóvember 2003. Í hópnum voru Anna Lilja Gunnarsdóttir, Niels Chr. Nielsen, Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, Margrét I. Hallgrímsson og Kristján Erlendsson. Hann fékk það verkefni afð yfirfara skýrsluna. Jafnframt hefur vinnuhópur á vegum læknaráðs LSH starfað að sama verkefni. Við skýrslugerð starfshópsins bættist því framlag Jóhanns Heiðars Jóhannssonar og Vigdísar Pétursdóttur.
Starfshópnum var ætlað að tína saman það úr skýrslu Ríkisendurskoðunar sem fjallaði um kosti sameiningar, rýna í einstök atriði skýrslunnar sem ef til vill þyrftu frekari skýringar við, auk þess að taka saman tillögur sem er mikilvægt fyrir LSH að vinna að í kjölfar þessarar skýrslu. Umfjölluninni lýkur með sérstökum kafla um ýmsa umhverfisþætti og þætti sem breyst hafa síðan skýrslan kom út.
Þar sem skýrsla starfshópsins er nokkuð löng og á köflum torlesin var brugðið á það ráð að gera úrdrátt úr henni. Í heildarskýrslunni er að finna einstakar töflur og röksemdarfærslur fyrir þeim skoðunum sem hópurinn setur fram
Útdrátturinn (pdf) - Smellið hér
Skýrsla starfshópsins í heild (pdf) - Smellið hér
Stjórnsýsluendurskoðun um sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík - nóvember 2003 (pdf)