Frestur til að skila inn útdráttum veggspjalda vegna Vísindadaga LSH í maí 2004 hefur verið framlengdur til hádegis föstudaginn 23. apríl.
Útdrættir veggspjalda sendist rafrænt til Jóninnu Karlsdóttur skrifstofustjóra, skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar. Jóninna gefur allar frekari upplýsingar í síma 543 7465, netfang joninnak@landspitali.is.
Frágangur ágripa verði eftirfarandi: Fyrst komi titill, nöfn höfunda og deildir. Í megintexta komi fram tilgangur rannsóknar, stutt lýsing á efniviði og aðferðum, helstu niðurstöður og ályktanir. Hámarkslengd ágrips er 2000 letureiningar með bili (characters with spaces). Ágrip skulu skrifuð á íslensku.
Úr hópi innsendra útdrátta verða valin sjö erindi til flutnings á hátíðarfundi þann 10. maí en veggspjaldakynning verður í K-byggingu LSH 11. maí og veggspjöldin síðan kynnt í anddyrum sjúkrahússins.
Veitt verða 50.000 króna verðlaun fyrir besta framlag námsmanns eða ungs vísindamanns. Ungur vísindamaður er sá sem útskrifaðist í sinni sérgrein árið 2000 eða síðar. Verkefnin verða dæmd af Vísindaráði og ráðgjöfum þess.