Vefsetur stýrinefndar notendavinnu hefur verið opnað á upplýsingavef LSH. Framkvæmdastjórn skipaði nefndina fyrir nokkru með því hlutverki að setja saman notendahópa vegna vinnu sem tengist skipulagningu nýs spítala við Hringbraut. Stýrinefndin hefur nú skipað um 40 slíka hópa og byggði í því á sérgreinaskiptingu og helstu verkferlum í starfsemi spítalans.
Stýrinefndin fær síðan tillögur og hugmyndir hópanna, vinnur úr þeim og er ætlað að skila lokaskýrslu sinni fyrir lok maí 2004.
Allir starfsmenn Landspítala - háskólasjúkrahúss fá nú tækifæri til þess að leggja notendahópunum til góðar ábendingar, tillögur og hugmyndir.
Á forsíðu vefsins er hreyfimynd sem hægt er að smella á, velja þar hóp og smella síðan á "Sendið inn hugmyndir og tillögur". Sendingin fer þá til viðkomandi hóps.
Verið er að dreifa nýjum Spítalapúlsi þar sem er líka listi yfir alla notendahópana og hverjir eru hópstjórar í þeim.
Stýrinefndin fær síðan tillögur og hugmyndir hópanna, vinnur úr þeim og er ætlað að skila lokaskýrslu sinni fyrir lok maí 2004.
Allir starfsmenn Landspítala - háskólasjúkrahúss fá nú tækifæri til þess að leggja notendahópunum til góðar ábendingar, tillögur og hugmyndir.
Á forsíðu vefsins er hreyfimynd sem hægt er að smella á, velja þar hóp og smella síðan á "Sendið inn hugmyndir og tillögur". Sendingin fer þá til viðkomandi hóps.
Verið er að dreifa nýjum Spítalapúlsi þar sem er líka listi yfir alla notendahópana og hverjir eru hópstjórar í þeim.