Ársreikningur Gjafa- og styrktarsjóðs Jónínu S. Gísladóttur fyrir árið 2003 liggur nú fyrir.
Eignir sjóðsins í árslok 2003 nema um 185 m.kr. m.v. styrki sem ákveðnir hafa verið. Frá stofnun sjóðsins hefur verið úthlutað 97 m.kr.
Sjóðurinn var stofnaður árið 2000 með stofnframlagi Jónínu S. Gísladóttur, ekkju Pálma Jónssonar, sem kenndur er við Hagkaup, að fjárhæð 200 m.kr. auk viðbótarframlags hennar sem er 17 m.kr. Stefna sjóðsins, samkvæmt skipulagsskrá, er að örfa framfarir í hjartalækningum og þjónustu við hjartasjúklinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Einnig að opinberir aðilar jafnt sem einkaaðilar leggi nokkuð af mörkum til góðra málefna í formi mótframlaga. Andvirði þeirra tækja sem keypt hafa verið að frumkvæði sjóðsins nemur um 160 m.kr.
Styrkir sjóðsins hafa aðallega runnið til fimm stórra viðfangsefna:
Í fyrsta lagi til kaupa á nýjum hjartaþræðingatækjum. Þessi styrkveiting,alls 40 m.kr., gerði kleift að stórefla tækjabúnað til hjartaþræðinga og kransæðavíkkana og skipuleggja hjartaþræðingar með tveimur samliggjandi hjartaþræðingarstofum. Starfsemin er við Hringbraut og gerir spítalanum m.a. kleift að bjóða upp á bráðar kransæðavíkkanir þannig að tími frá upphafi einkenna til meðferðar er eins stuttur og og best þekkist. Afköst í hjartaþræðingum hafa einnig aukist þannig að engir biðlistar eru nú eftir kransæðaþræðingum og -víkkunum.
Í fjórða lagi til kaupa á sérstökum búnaði til að greina og meðhöndla hjartsláttartruflanir. Ákveðið hefur verið að styrkja kaup á búnaði til að greina og meðhöndla hjartsláttartruflanir. Þetta verkefni er í undirbúningi og er stefnt að því að tækjabúnaðurinn verði tekin í notkun síðar á þessu ári.