Gjafa- og styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur
Fréttatilkynning 2. apríl 2004
-Hundrað milljónir til hjartalækninga á þremur árum-
Göngudeild hjartabilaða hefur verið opnuð á Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH). Tilurð hennar má fyrst og fremst þakka stuðningi Gjafa- og styrktarsjóðs Jónínu S. Gísladóttur. Hann var stofnaður árið 2000 með 200 milljóna króna framlagi Jónínu, ekkju Pálma Jónssonar sem kenndur var við Hagkaup, auk 17 milljóna króna viðbótarframlags hennar síðar. Eignir sjóðsins í árslok 2003 námu um 185 milljónum en frá stofnun hefur verið úthlutað 97 milljónum króna. Stefna sjóðsins er að örfa framfarir í hjartalækningum og þjónustu við hjartasjúklinga á LSH. Einnig að opinberir aðilar, jafnt sem einkaaðilar, leggi nokkuð af mörkum til góðra málefna í formi mótframlaga. Andvirði tækja sem keypt hafa verið að frumkvæði sjóðsins nemur um 160 milljónum króna
Í hinum vestræna heimi fjölgar hjartabiluðum sjúklingum og sú er einnig raunin á Íslandi. Ástæðurnar eru aðallega hækkandi aldur landsmanna og stöðugt vaxandi fjöldi þeirra sem lifa af hin ýmsu áföll sem tengjast kransæðasjúkdómum. Hjartabilun er því ein algengasta ástæða innlagna á sjúkrahús á Vesturlöndum. Til að bæta meðferð hjartabilaðra og draga úr þörf fyrir innlagnir á sjúkrahús hafa víða verið skipulagðar sérhæfðar göngudeildir. Slík göngudeild er nú komin á Landspítala Hringbraut en sjóðurinn styrkti bæði nauðsynleg búnaðar- og tækjakaup og laun hjúkrunarfræðings sem stýrir starfinu.
Búnaður til að greina og meðhöndla hjartsláttartruflanir
Gjafa- og styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur hefur einnig styrkt kaup á sérstökum búnaði sem ætlaður er til að greina og meðhöndla hjartasláttartruflanir. Það verkefni er í undirbúningi og stefnt að því að tækjabúnaðurinn verði tekin í notkun síðar á þessu ári.
Auk fyrrnefndra nýrra verkefna hafa framlög sjóðsins runnið til þriggja annarra stórra viðfangsefna sem tengjast hjartalækningum:
Hjartaþræðingartæki
Með 40 m.kr. framlagi sjóðsins var hægt að stórefla á LSH tækjabúnað til hjartaþræðinga og kransæðavíkkana og skipuleggja hjartaþræðingar á tveimur samliggjandi hjartaþræðingarstofum. Starfsemin er við Hringbraut og gerir spítalanum m.a. kleift að bjóða upp á bráðar kransæðavíkkanir þannig að tími frá upphafi einkenna til meðferðar er eins stuttur og best þekkist. Afköst í hjartaþræðingum hafa einnig aukist þannig að engir eru á biðlistar eftir kransæðaþræðingum og kransæðavíkkunum.
Endurnýjun hjartaómtækis á skurðstofu
Hjartaómanir um vélinda meðan skurðaðgerðir standa yfir gegna vaxandi hlutverki við að tryggja öryggi sjúklinga. Í aðgerðum á hjartalokum er slík rannsóknartækni sérstaklega mikilvæg en lokuaðgerðum fer fjölgandi á spítalanum.
Kaup á hjartarafsjám
Grunnbúnaður allra hjartadeilda eru hjartarafsjár til að fylgjast með hjartslætti og hjartsláttartruflunum sjúklinga. Við sameiningu hjartadeilda spítalanna við Hringbraut var ákveðið að endurnýja og auka búnað deildarinnar. Að tilstuðlan Gjafa- og styrktarsjóðs Jónínu S. Gísladóttur eru nær allar sjúkrastofur deildarinnar nú búnar nýjum hjartarafsjám.
Fréttatilkynning 2. apríl 2004
-Hundrað milljónir til hjartalækninga á þremur árum-
Göngudeild hjartabilaða hefur verið opnuð á Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH). Tilurð hennar má fyrst og fremst þakka stuðningi Gjafa- og styrktarsjóðs Jónínu S. Gísladóttur. Hann var stofnaður árið 2000 með 200 milljóna króna framlagi Jónínu, ekkju Pálma Jónssonar sem kenndur var við Hagkaup, auk 17 milljóna króna viðbótarframlags hennar síðar. Eignir sjóðsins í árslok 2003 námu um 185 milljónum en frá stofnun hefur verið úthlutað 97 milljónum króna. Stefna sjóðsins er að örfa framfarir í hjartalækningum og þjónustu við hjartasjúklinga á LSH. Einnig að opinberir aðilar, jafnt sem einkaaðilar, leggi nokkuð af mörkum til góðra málefna í formi mótframlaga. Andvirði tækja sem keypt hafa verið að frumkvæði sjóðsins nemur um 160 milljónum króna
Í hinum vestræna heimi fjölgar hjartabiluðum sjúklingum og sú er einnig raunin á Íslandi. Ástæðurnar eru aðallega hækkandi aldur landsmanna og stöðugt vaxandi fjöldi þeirra sem lifa af hin ýmsu áföll sem tengjast kransæðasjúkdómum. Hjartabilun er því ein algengasta ástæða innlagna á sjúkrahús á Vesturlöndum. Til að bæta meðferð hjartabilaðra og draga úr þörf fyrir innlagnir á sjúkrahús hafa víða verið skipulagðar sérhæfðar göngudeildir. Slík göngudeild er nú komin á Landspítala Hringbraut en sjóðurinn styrkti bæði nauðsynleg búnaðar- og tækjakaup og laun hjúkrunarfræðings sem stýrir starfinu.
Búnaður til að greina og meðhöndla hjartsláttartruflanir
Gjafa- og styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur hefur einnig styrkt kaup á sérstökum búnaði sem ætlaður er til að greina og meðhöndla hjartasláttartruflanir. Það verkefni er í undirbúningi og stefnt að því að tækjabúnaðurinn verði tekin í notkun síðar á þessu ári.
Auk fyrrnefndra nýrra verkefna hafa framlög sjóðsins runnið til þriggja annarra stórra viðfangsefna sem tengjast hjartalækningum:
Hjartaþræðingartæki
Með 40 m.kr. framlagi sjóðsins var hægt að stórefla á LSH tækjabúnað til hjartaþræðinga og kransæðavíkkana og skipuleggja hjartaþræðingar á tveimur samliggjandi hjartaþræðingarstofum. Starfsemin er við Hringbraut og gerir spítalanum m.a. kleift að bjóða upp á bráðar kransæðavíkkanir þannig að tími frá upphafi einkenna til meðferðar er eins stuttur og best þekkist. Afköst í hjartaþræðingum hafa einnig aukist þannig að engir eru á biðlistar eftir kransæðaþræðingum og kransæðavíkkunum.
Endurnýjun hjartaómtækis á skurðstofu
Hjartaómanir um vélinda meðan skurðaðgerðir standa yfir gegna vaxandi hlutverki við að tryggja öryggi sjúklinga. Í aðgerðum á hjartalokum er slík rannsóknartækni sérstaklega mikilvæg en lokuaðgerðum fer fjölgandi á spítalanum.
Kaup á hjartarafsjám
Grunnbúnaður allra hjartadeilda eru hjartarafsjár til að fylgjast með hjartslætti og hjartsláttartruflunum sjúklinga. Við sameiningu hjartadeilda spítalanna við Hringbraut var ákveðið að endurnýja og auka búnað deildarinnar. Að tilstuðlan Gjafa- og styrktarsjóðs Jónínu S. Gísladóttur eru nær allar sjúkrastofur deildarinnar nú búnar nýjum hjartarafsjám.