Margrét Tómasdóttir sviðsstjóri hjúkrunar á slysa- og bráðasviði var í dag kosin skátahöfðingi Íslands á skátaþingi Bandalags íslenskra skáta. Þetta er í fyrsta sinn sem kona verður leiðtogi skátastarfs á Íslandi. Á Skátaþingi voru 110 fulltrúar. Margrét hlaut 68 atkvæði, næstur var Ólafur Proppé með 42. Það eru 45 ár síðan kom til kosningar um forystu í skátahreyfingunni. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður er fráfarandi skátahöfðingi. Hann var búinn að sitja í þrjú kjörtímabil eða 9 ár og gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Margrét Tómasdóttir hefur mikla og langa reynslu af skátastarfi og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir skátahreyfinguna.
Vefur Margrétar (óvirkur hlekkur) í kosningabaráttunni.
Margrét Tómasdóttir hefur mikla og langa reynslu af skátastarfi og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir skátahreyfinguna.
Vefur Margrétar (óvirkur hlekkur) í kosningabaráttunni.