Vefur kvennasviðs verður formlega opnaður á opnu húsi þess í dag, laugardaginn 13. mars 2004, kl. 13:00 til 15:00. Nýi vefurinn er hluti af upplýsingavef LSH, www.landspitali.is.
Á vef kvennasviðs eru greinargóðar upplýsingar um starfsemi deilda sem eru fósturgreiningardeild 22A, fæðingardeild 23A, Hreiðrið 23B, kvenlækningadeild 21A, meðgöngudeild 22B, móttökudeild 21AM, sængurkvennadeild 22A og tæknifrjóvgunardeild 21B, auk skurðdeildar kvenna og ræstimiðstöðvar.
Starfsmenn á kvennasviði veita mikla ráðgjöf varðandi fjölmargt sem tengist barneignum, ófrjósemi, getnaðarvörnum og fóstureyðingum. Á þess vegum hefur verið gefið út mikið af fræðsluefni sem nú verður mun auðveldara en áður að nálgast.