Starfsfólk kvennasviðs sýndi starfsemi sviðsins með því að opna húsakynnin fyrir almenningi í dag, laugardag milli kl. 13:00 og 15:00. Starfsemi sviðsins er afar fjölbreytt eins og gestir fengu að kynnast.
Þuríður Sigurðardóttir, glaðvær skjólstæðingur kvennasviðs, gerði starfsfólkinu þann heiður að opna nýjan vef kvennasviðs á Netinu. Á honum verður hægt að kynna sér starfið á kvennasviði og nálgast fjölbreytt fræðsluefni sem gefið er út. | |
Starfsfólkið gerði sannarlega sitt til þess að fræða gestina um starfsemi kvennasviðs. Hér eru Jens A. Guðmundsson yfirlæknir og Guðríður Ólafsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur á skurðstofunni að sýna breytta hætti í skurðaðgerðum. Nú er hægt að gera flóknustu aðgerðir án þess að gera stóra skurði. Sjúklingarnir fara jafnvel heim samdægurs. Fólk var......... | |
......alveg gapandi af undrun!! | |
Það er ekki á hverjum degi sem almenningur fær að sjá tæknifrjóvgunardeildina. Í tilefni dagsins var haft opið milli hennar og annarra deilda á kvennasviði en slíkt er yfirleitt ekki gert. Hér eru Reynir Tómas Geirsson prófessor og yfirlæknir og Steinunn Þorsteinsdóttir meinatæknir að fræða stjórnarnefndarmanninn Margréti Sverrisdóttur um smásjárfrjóvgun sem var sýnd á skjá. | |
Ánægðir sviðsstjórar kvennasviðs í lok opins húss. Jón Hilmar Alfreðsson sviðsstjóri lækninga og Margrét I. Hallgrímsson sviðsstjóri hjúkrunar. |