"Leiðbeinandi reglur um lyfjakynningar á LSH og samskipti lyfjakynna og starfsmanna spítalans" taka gildi 1. mars 2004. Þessar nýju reglur eru á upplýsingavef LSH undir "reglur og leiðbeiningar" á forsíðu. Í þeim er settur rammi um hvernig standa eigi að lyfjakynningum á sjúkrahúsinu og slíkum kynningum fyrir starfsmenn þess utan LSH. Einnig er fjallað um gjafir í tengslum við lyfjakynningar og boðsferðir lyfjafyrirtækja til að kynna lyf og lyfjameðferð. Reglurnar eru settar með hliðsjón af leiðbeinandi reglum stýrihóps sem starfar á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og samnings milli Læknafélags Íslands og Samtaka verslunarinnar um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja.
Í reglunum segir meðal annars:
"Áður en kynning er haldin skal kynnir afhenda, í móttöku á fyrstu hæð á Eiríksstöðum, eða hjá vaktmönnum á 1. hæð í Fossvogi, tilkynningu um fyrirhugaða kynningu, hvað kynna skal, hvaða starfsmönnum eða hópum er boðið, staðsetningu og tímasetningu og nafn yfirlæknis sem haft hefur verið samráð við. Skal kynni þá afhent merki þar sem skráður er áætlaður tími fyrir kynninguna. Skal kynnir staðfesta móttöku merkisins skriflega og þá jafnframt undirrita yfirlýsingu þar sem hann skuldbindur sig til að gæta þagmælsku varðandi allar persónuupplýsingar er hann kann að verða áskynja um í starfi sínu innan stofnunarinnar. Kynnir skal bera merkið á sjáanlegan máta meðan hann dvelur á stofnuninni vegna starfa sinna og skila því þegar að kynningu lokinni. Móttökuritari heldur skrá yfir kynningar og hvenær merki er afhent og því skilað."
Í reglunum segir meðal annars:
"Áður en kynning er haldin skal kynnir afhenda, í móttöku á fyrstu hæð á Eiríksstöðum, eða hjá vaktmönnum á 1. hæð í Fossvogi, tilkynningu um fyrirhugaða kynningu, hvað kynna skal, hvaða starfsmönnum eða hópum er boðið, staðsetningu og tímasetningu og nafn yfirlæknis sem haft hefur verið samráð við. Skal kynni þá afhent merki þar sem skráður er áætlaður tími fyrir kynninguna. Skal kynnir staðfesta móttöku merkisins skriflega og þá jafnframt undirrita yfirlýsingu þar sem hann skuldbindur sig til að gæta þagmælsku varðandi allar persónuupplýsingar er hann kann að verða áskynja um í starfi sínu innan stofnunarinnar. Kynnir skal bera merkið á sjáanlegan máta meðan hann dvelur á stofnuninni vegna starfa sinna og skila því þegar að kynningu lokinni. Móttökuritari heldur skrá yfir kynningar og hvenær merki er afhent og því skilað."