Fulltrúi sjúklinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi hætti störfum um síðustu mánaðamót. Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra var á síðastliðnu ári ráðin tímabundið til að móta starf fulltrúa sjúklinga. Slíkt starf hefur ekki verið á sjúkrahúsinu en fulltrúa sjúklinga var ætlað að veita sjúklingum og aðstandendum þeirra stuðning, koma málefnum þeirra á framfæri og beina umkvörtunum þeirra í réttan farveg til úrlausnar. Ingibjörg skilaði framkvæmdastjórn greinargerð um tímabil sitt sem fulltrúi sjúklinga. Í henni kemur fram að rúmlega 250 einstaklingar höfðu samband við fulltrúa sjúklinga frá 1. maí 2003 til 1. febrúar 2004 "..með stór og smá vandamál og fjölbreytt erindi." Þetta voru sjúklingar, aðstandendur, starfsfólk og fulltrúar sjúklingafélaga. Haft var samband til að kvarta yfir ýmsu sem þótti miður fara í þjónustu sjúkrahússins en einnig til þess að koma þökkum á framfæri. Nokkuð var um að starfsmenn sjúkrahússins leituðu til fulltrúa sjúklinga vegna vanda sem sjúklingar þeirra glímdu við.
Í greinargerðinni bendir Ingibjörg Pálmadóttir á ýmislegt sem gera mætti í þágu sjúklinga og setur fram tillögu að starfslýsingu fyrir fulltrúa sjúklinga á LSH.
Greinargerðin hefur verið rædd í framkvæmdastjórn og stjórnarnefnd. Ákveðið hefur verið að fylgja eftir nokkrum atriðum sem bent er á í henni:
- Viðmót við sjúklinga verði bætt.
- Atvikaskráning og úrvinnsla verði bætt.
- Skipulag útskriftarsjúklinga verði bætt.
- Úrbætur verði gerðar varðandi upplýsingar til sjúklinga.
Í greinargerðinni bendir Ingibjörg Pálmadóttir á ýmislegt sem gera mætti í þágu sjúklinga og setur fram tillögu að starfslýsingu fyrir fulltrúa sjúklinga á LSH.
Greinargerðin hefur verið rædd í framkvæmdastjórn og stjórnarnefnd. Ákveðið hefur verið að fylgja eftir nokkrum atriðum sem bent er á í henni:
- Viðmót við sjúklinga verði bætt.
- Atvikaskráning og úrvinnsla verði bætt.
- Skipulag útskriftarsjúklinga verði bætt.
- Úrbætur verði gerðar varðandi upplýsingar til sjúklinga.