"Þunglyndi, lýðheilsa og forvarnir" er yfirskrift ráðstefnu sem Landlæknisembættið og verkefni á þess vegum, "Þjóð gegn þunglyndi", boða til laugardaginn 14. febrúar 2004 í Hringsal, Landspítala Hringbraut, kl. 10:00-12:30. Gengið inn um anddyri Barnaspítala Hringsins.
Fundarstjóri: Elínborg Bárðardóttir formaður Félags íslenskra heimilislækna.
DAGSKRÁ:
Opnun
Are depressive disorders a public health problem?
Norman Sartorius, prófessor í geðlækningum, Genf.
Hann er prófessor við læknadeild Genfarháskóla og "visiting professor" við marga aðra háskóla. Norman Sartorius hefur verið mjög afkastamikill vísindamaður innan geðlæknisfræði og eftir hann liggur mikill fjöldi vísindagreina, bóka og bókakafla. Auk þess situr hann í ritstjórn fjölda vísindatímarita. Hann var yfirmaður geðsviðs Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Genf í fjölda ára. Hann hefur verið forseti World Psychiatric Association og European Psychiatric Association.
The European Alliance Against Depression
Ulrich Hegerl, prófessor í geðlækningum, München.
Hann er prófessor við læknadeild Ludwig Maximilian háskólans í München. Ulrich Hegerl hefur þróað þá gerð forvarnarstarfs gegn þunglyndi og sjálfsvígum sem nú er í framkvæmd hér á Íslandi. Þetta kerfi hefur verið tekið upp víða í Þýskalandi og er nú í undirbúningi í 14 Evrópulöndum. Ulrich Hegerl er einn stofnenda og formaður samtakanna European Alliance Against Depression (EAAD).
Þjóðgegn þunglyndi, forvarnarstarf á Íslandi
Högni Óskarsson, formaður verkefnisins "Þjóð gegn þunglyndi".
Umræður.
Kaffiveitingar verða á fundarstað frá kl. 9:30.
Styrktaraðilar: Ísfarm ehf/Organon og Austurbakki hf/Lundbeck.