Ályktun stjórnar læknaráðs LSH 22. janúar 2004:
"Stjórn læknaráðs LSH fordæmir fyrirhugaða helgarlokun bráðamóttökunnar við Hringbraut.
Á bráðamóttökunni við Hringbraut er sérhæfð þjónusta fyrir hjartasjúklinga og sjúklinga annarra sérgreina sem þar hafa aðsetur. Þar er jafnframt eina hjartaþræðingastofa landsins auk hjartaskurðlækninga.
Við meðferð bráðra hjartasjúkdóma er nauðsynlegt að móttaka, greining og meðferð fari fram á sama stað, því annars glatast dýrmætur tími. Sjúklingar með bráða kransæðastíflu þurfa á tafarlausri kransæðavíkkun að halda, sem aðeins er hægt að framkvæma við Hringbraut. Flutningur slíkra sjúklinga milli borgarhluta getur valdið verulegum töfum á viðeigandi meðferð og stofnað lífi þeirra í hættu. Um 30 hjartasjúklingar leita nú til bráðamóttökunnar um hverja helgi.
Ekki var haft samráð við stjórn læknaráðs um þessa afdrifaríku ákvörðun, eins og eðlilegt hefði verið. Stjórn læknaráðs ítrekar að breytingar á þjónustu við sjúklinga spítalans verði að taka á faglegum forsendum og án þess að öryggi þeirra sé stefnt í hættu."
"Stjórn læknaráðs LSH fordæmir fyrirhugaða helgarlokun bráðamóttökunnar við Hringbraut.
Á bráðamóttökunni við Hringbraut er sérhæfð þjónusta fyrir hjartasjúklinga og sjúklinga annarra sérgreina sem þar hafa aðsetur. Þar er jafnframt eina hjartaþræðingastofa landsins auk hjartaskurðlækninga.
Við meðferð bráðra hjartasjúkdóma er nauðsynlegt að móttaka, greining og meðferð fari fram á sama stað, því annars glatast dýrmætur tími. Sjúklingar með bráða kransæðastíflu þurfa á tafarlausri kransæðavíkkun að halda, sem aðeins er hægt að framkvæma við Hringbraut. Flutningur slíkra sjúklinga milli borgarhluta getur valdið verulegum töfum á viðeigandi meðferð og stofnað lífi þeirra í hættu. Um 30 hjartasjúklingar leita nú til bráðamóttökunnar um hverja helgi.
Ekki var haft samráð við stjórn læknaráðs um þessa afdrifaríku ákvörðun, eins og eðlilegt hefði verið. Stjórn læknaráðs ítrekar að breytingar á þjónustu við sjúklinga spítalans verði að taka á faglegum forsendum og án þess að öryggi þeirra sé stefnt í hættu."