Samdráttaraðgerðir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, sem grípa þarf til vegna of lítilla fjárveitinga til sjúkrahússins miðað við óbreyttan rekstur, snerta allt að 550 starfsmenn þess. Fyrir mánaðamót fá rúmlega 50 starfsmenn uppsagnarbréf og ekki verður ráðið í stöður fjölda starfsmanna sem hætta störfum á næstu misserum. Í heild leiða aðgerðirnar til þess að ársverkum á sjúkrahúsinu fækkar um sem næst 200. Þær þýða líka skipulagsbreytingar víða í starfseminni og í mörgum tilfellum skerta þjónustu sjúkrahússins.
Samdráttaraðgerðirnar eru kynntar fyrir blaða- og fréttamönnum í Hringsal í dag, miðvikudaginn 21. janúar 2004, kl. 14:00. Gögnin hér fyrir neðan eru afhent þar. Mestur hluti þeirra er einnig í nýjum Spítalapúlsi sem dreift er á sjúkrahúsinu:
Aðgerðir til samdráttar í rekstri LSH
Fjöldi starfsmanna og starfa á LSH
Fækkun starfsmanna eftir stéttarfélögum