Elísabet Ólafsdóttir nemandi í Söngskólanum í Reykjavík og Kolbrún Sæmundsdóttir píanóleikari og kennari við Söngskólann flytja tónlist fyrir börn, starfsfólk og gesti í menningarhorni á miðvikudegi á Barnaspítala Hringsins 21. janúar 2004, kl. 12:15 til 12:45. Menningarhornið er í anddyri barnaspítalans og í það eru allir velkomnir. Kvenfélagið Hringurinn er með veitingasölu á staðnum.
Lög sem flutt verða:
Hann Tumi fer á fætur, eftir Mozart.
Snati og Óli, eftir Pál Ísólfsson.
Smaladrengurinn, eftir Skúla Halldórsson.
Þrjú lög eftir Atla Heimi Sveinsson:
-Kisa mín
-Söngur Dimmalimm
-Kvæðið um fuglana
Álfarnir, eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Over the rainbow, eftir Harold Arlen(úr kvikmyndinni Galdrakarlinn í Oz).
Dúkkuarían úr Ævintýrum Hoffmanns, eftir Offenbach
Elísabet er að útskrifast frá Söngskólanum í Reykjavík og heldur burtfarartónleika sína nú um helgina í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Tónleikarnir eru laugardaginn 24. janúar og hefjast kl. 15:00. Allir velkomnir.