Stofnaður hefur verið starfshópur á vegum skrifstofu starfsmannamála til aðstoðar við starfsmenn sem sagt verður upp störfum á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í þeim samdráttaraðgerðum sem nú standa yfir. Hlutverk starfshópsins er m.a. að skipuleggja stuðning og ráðgjöf sem veitt verður innan stofnunarinnar.
Einstaklingsráðgjöf og stuðningur við þá starfsmenn sem sagt verður upp störfum s.s. um réttarstöðu þeirra, gerð starfsferilsskráar, aðstoð við að finna annað starf innan LSH og tengingu við ráðningaskrifstofur. Einnig leiðbeiningar vegna atvinnuleysisskráningar.
Aðstoð við starfsmenn sem missa vinnuna
Á vef skrifstofu starfsmannamála eru veittar upplýsingar um ráðgjöf og stuðning sem stendur til boða þeim sem sagt verður upp störfum í samdráttaraðgerðum á LSH.