Blóðbankinn þarfnast 70 blóðgjafa á dag til að anna eftirspurn spítalanna og annarra heilbrigðistofnanna eftir blóðhlutum. Mikilvægt er að tryggja nýliðun blóððgjafahópsins því annars eldist hann og minnkar eðli málsins samkvæmt. Það var því ákveðið á dögunum að ráðast í lítið verkefni með ungu fólki þar sem grunnur að stærra verkefni var lagður.
Hópar frá Orkuveitunni, ÍTR og Kirkjugörðum Reykjavíkur tóku þátt í þessu verkefni og að því loknu var öllum boðið í grillveislu í bakgarði Blóðbankans. Um 100 manns mættu í garðinn og brosti sólin sínu blíðasta.
Með hjálp góðra aðila heppnaðist dagurinn vel, helst ber að nefna Hópbíla en þeir náðu í krakkana úr vinnu og komu með þá í garðinn. Egils gaf Pepsí og Appelsín og Emmess ís færði krökkunum íspinna. Popp Tíví menn komu og drógu úr happdrætti og voru í vinning geisladiskurinn Svona er sumarið og bíómiðar á myndina Terminator 3.
Óhætt er að segja að dagurinn heppnaðist vel og kunnum við bestu þakkir til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg.