Þorvaldur Karlsson kom nú á haustdögum og gaf sína hundruðustu blóðgjöf. Hulda
hjúkrunarfræðingur tók á móti Þorvaldi með bros á vör að vanda.
Kjartan Gíslasson kom með litla prinsessu með sér þegar hann gaf hundruðustu
blóðgjöfina. Með aðdáun fylgdist hún með pabba sínum gefa lífgjöf.
Hún var stolt af honum pabba sínum þegar Ingibjörg hjúkrunarfræðingur afhenti honum
viðurkenningu fyrir hundruðustu blóðgjöfina.
Að venju var farið á kaffistofu Blóðbankans og fengið sér eitthvað gott í gogginn að
blóðgjöf lokinni.
Finnur A.P. Fróðasson kom í júlí blíðveðrinu og gaf sína 100. blóðgjöf, Blóðbankinn
er því einum hundraðs höfingjanum ríkari og kann honum bestu þakkir fyrir.
Finnur kom færandi hendi og færði hjúkrunarfræðingum Blóðbankans ljúfenga köku
í tilefni dagsins. Hér á myndinni tekur Erna á móti kökunni góðu en hún tók jafnframt
hundruðustu blóðgjöf Finns.
Ívar Egill Bjarnason kom í Blóðbankann og gaf sína hundruðustu blóðgjöf nú dögunum.
Glæsilegur árangur hjá nýja hundraðshöfðingjanum okkar.
Ingibjörg Alda hjúkrunarfræðingur tekur á móti hundraðshöfðingjanum
Jóhannesi L. Harðarsyni. Starfsfólk Blóðbankans kann honum bestu þakkir fyrir.