Allur ágóði af sölu nýs geisladisks tónlistarmannanna Kristins Sigmundssonar, Gunnars Guðbjörnssonar og Jónasar Ingimundarson rennur í Menningarsjóð Barnaspítala Hringsins, til minningar um barnalækninn og tónlistarunnandann Halldór Hansen. Sviðsstjórarnir Ásgeir Haraldsson og Magnús Ólafsson tóku við diskinum úr hendi þremenninganna í anddyri Barnaspítalans þriðjudaginn 16. desember 2003. Tónlistin var tekin upp á stórtónleikum Kristins, Gunnars og Jónasar í Salnum í febrúar 2002.
SAGT OG SKRIFAÐ um geisladiskinn:
Geisladiskurinn sem hlotið hefur heitið KRISTINN GUNNAR JÓNAS hefur að geyma glæsilegar aríur og dúetta úr fimm sívinsælum óperum; Töfraflautunni eftir Mozart, Ástardrykknum eftir Donizetti, Seldu brúðinni eftir Smetana, Faust eftir Gounod og Perluköfurunum eftir Bizet. Diskurinn var sem fyrr segir hljóðritaður á tónleikum í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í febrúar árið 2002 og má heyra gamansamar kynningar þeirra félaga á milli atriða. Óvæntar tónsmíðar eftir lítt þekktan tónsmið heyrast síðan í lok tónleikanna.
Diskurinn er sá fyrsti sem Salurinn gefur út, en einmitt um þessar mundir eru fimm ár síðan Salurinn í Tónlistarhúsi Kópavogs var tekinn í notkun. Sveinn Kjartansson og Vigfús Ingvarsson hjá Stafræna hljóðupptökufélaginu sáu um hljóðritun og hljóðvinnslu. Myndbandavinnslan sá um framleiðslu og verslunin 12 Tónar á Skólavörðustíg 15 sér um dreifingu.
Haukur Ingi Jónasson fylgir disknum úr hlaði með inngangsorðum í meðfylgjandi bæklingi.
Jón Ásgeirsson segir um tónleikana í Morgunblaðinu 23. febrúar 2002:
"Það þarf ekki að tíunda neitt sérstakt um þessa tónleika, því í heild, bæði söngur Gunnars og Kristins og píanóleikur Jónasar, voru þeir í einu orði sagt frábærir".
Jónas Sen í Morgunblaðinu 14. desember 2003:
"Í tónleikasal skapast sérstakt andrúmsloft þegar áheyrendur eru hrifnir. Og það hvetur tónlistarfólkið til enn frekari dáða. . . . Svoleiðis stemmning er auðfundin á nýútkomnum geisladiski með stórsöngvurunum Gunnari Guðbjörnssyni, Kristni Sigmundssyni í fylgd með Jónasi Ingimundarsyni píanóleikar. . . . Greinilegt er að það hefur verið einstök upplifun. Flutningur þeirra allra er í fremstu röð, söngurinn í senn tilfinningaríkur og agaður, og píanóleikur Jónasar kraftmikill og öruggur. . . . Upptaka, sem var í höndum Sveins Kjartanssonar og Vigfúsar Ingvarssonar, er í senn hljómmikil og skýr. Geisladiskurinn er því ekki aðeins skemmtilegur, hann hefur líka sérstöðu þegar haft er í huga að tónleikaupptökur eru sjaldan gefnar út á Íslandi.
Fyrir tónelskandi fólk er diskurinn kærkomin jólagjöf . . . "
SAGT OG SKRIFAÐ um geisladiskinn:
Geisladiskurinn sem hlotið hefur heitið KRISTINN GUNNAR JÓNAS hefur að geyma glæsilegar aríur og dúetta úr fimm sívinsælum óperum; Töfraflautunni eftir Mozart, Ástardrykknum eftir Donizetti, Seldu brúðinni eftir Smetana, Faust eftir Gounod og Perluköfurunum eftir Bizet. Diskurinn var sem fyrr segir hljóðritaður á tónleikum í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í febrúar árið 2002 og má heyra gamansamar kynningar þeirra félaga á milli atriða. Óvæntar tónsmíðar eftir lítt þekktan tónsmið heyrast síðan í lok tónleikanna.
Diskurinn er sá fyrsti sem Salurinn gefur út, en einmitt um þessar mundir eru fimm ár síðan Salurinn í Tónlistarhúsi Kópavogs var tekinn í notkun. Sveinn Kjartansson og Vigfús Ingvarsson hjá Stafræna hljóðupptökufélaginu sáu um hljóðritun og hljóðvinnslu. Myndbandavinnslan sá um framleiðslu og verslunin 12 Tónar á Skólavörðustíg 15 sér um dreifingu.
Haukur Ingi Jónasson fylgir disknum úr hlaði með inngangsorðum í meðfylgjandi bæklingi.
Jón Ásgeirsson segir um tónleikana í Morgunblaðinu 23. febrúar 2002:
"Það þarf ekki að tíunda neitt sérstakt um þessa tónleika, því í heild, bæði söngur Gunnars og Kristins og píanóleikur Jónasar, voru þeir í einu orði sagt frábærir".
Jónas Sen í Morgunblaðinu 14. desember 2003:
"Í tónleikasal skapast sérstakt andrúmsloft þegar áheyrendur eru hrifnir. Og það hvetur tónlistarfólkið til enn frekari dáða. . . . Svoleiðis stemmning er auðfundin á nýútkomnum geisladiski með stórsöngvurunum Gunnari Guðbjörnssyni, Kristni Sigmundssyni í fylgd með Jónasi Ingimundarsyni píanóleikar. . . . Greinilegt er að það hefur verið einstök upplifun. Flutningur þeirra allra er í fremstu röð, söngurinn í senn tilfinningaríkur og agaður, og píanóleikur Jónasar kraftmikill og öruggur. . . . Upptaka, sem var í höndum Sveins Kjartanssonar og Vigfúsar Ingvarssonar, er í senn hljómmikil og skýr. Geisladiskurinn er því ekki aðeins skemmtilegur, hann hefur líka sérstöðu þegar haft er í huga að tónleikaupptökur eru sjaldan gefnar út á Íslandi.
Fyrir tónelskandi fólk er diskurinn kærkomin jólagjöf . . . "