Stjórnarnefnd Landspítala - háskólasjúkrahúss kemur saman til fundar í dag. Meginmál á dagskrá fundarins er umræða um horfur í rekstri spítalans á næsta ári eftir afgreiðslu fjárlaga á Alþingi. Ljóst þykir að umtalsvert fé skorti til þess að halda óbreyttum rekstri spítalans miðað við fjárveitingar.
Í dag verður einnig fundur stjórnenda LSH með fulltrúum fimm stærstu stéttarfélaga, þar sem gerð verður grein fyrir þeim rekstrarvanda sem spítalinn stendur frammi fyrir á næsta ári.