Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, gáfu sjúkraþjálfun á LSH raförvunartæki til þjálfunar grindarbotnsvöðva gegn áreynsluþvagleka. Með gjöfinu er verið að endurnýja tæki sem Svölurnar gáfu sjúkraþjálfun Borgarspítalans fyrir 9 árum.
Svölurnar hafa síðastliðin 30 ár gefið út jólakort sem seld hafa verið fyrirtækjum og einstaklingum. Með því hafa þær fjármagnað styrktarverkefni sín og rennur allur ágóði af sölu kortanna til líknarmála.
Mynd: Við afhendingu nýja raförvunartækisins: Aðalheiður Sigvaldadóttir, Margrét Helga Halldórsdóttir, Þórhildur M. Sandholt, Erla Hafrún Guðjónsdóttir, Arna Harðardóttir, S. Fanney Jónsdóttir, Kristín E. Hólmgeirsdóttir, Halldóra Eyjólfsdóttir og Sigríður Jóhannsdóttir.