Helgi Sigurðsson yfirlæknir Krabbameinsmiðstöðvar LSH og forstöðumaður fræðasviðs krabbameinslækninga innan læknadeildar Háskóla Íslands tók í dag til starfa sem yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH). Hann er ráðinn tímabundið en yfirlæknisstarfið verður auglýst laust til umsóknar á næstu dögum.
Sigurður Björnsson hefur verið yfirlæknir lyflækninga krabbameina frá árinu 2001. Hann skrifaði 5. apríl 2003 undir samkomulag um að hætta stofurekstri sínum fyrir 1. nóvember 2003 en lýsti yfir í bréfi, mótteknu 22. október 2003, að hann teldi sig ekki bundinn af því samkomulagi. Í bréfi lögfræðings Sigurðar, dagsettu 5. nóvember 2003, var fullyrt að hann myndi hætta störfum á stofu sinni, en einungis tímabundið, og að hann færi jafnframt í dómsmál gegn þeirri grundvallarstefnu spítalans að yfirlæknar stundi ekki eigin stofurekstur samhliða stjórnunarstörfum á LSH.
Sigurður hefur þannig ákveðið að standa ekki við eigið samkomulag við yfirstjórn Landspítala - háskólasjúkrahúss og vinna gegn samþykkt stjórnarnefndar og framkvæmdastjórnar um forsendur fyrir ráðningu í störf yfirmanna á sjúkrahúsinu. Málið snýst eingöngu um skyldur yfirlækna við háskólasjúkrahúsið og litið er svo á að Sigurður hafi sagt sig frá starfi yfirlæknis lyflækninga krabbameina.
Landspítali - háskólasjúkrahús metur mikils fagleg störf Sigurðar Björnssonar í þágu sjúklinga. Ákveðið hefur verið að breyta starfslýsingu Sigurðar, þannig að hann haldi áfram starfi sínu á LSH sem sérfræðingur í lyflækningum krabbameina.
Stjórnendum Landspítala - háskólasjúkrahúss er mikið í mun að sú staða sem upp er komin hafi ekki áhrif á þjónustu við sjúklinga og hefur tryggt það með tímabundnum skipulagsbreytingum.
Afdráttarlaus stefna að yfirmenn helgi sig spítalastarfinu
Í desember 2001 tók framkvæmdastjórn Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) ákvörðun um breytingar á ráðningum og starfstilhögun yfirmanna sem starfa á sjúkrahúsinu þannig að þeir gegni fullu starfi þar og sinni ekki öðrum störfum á meðan, nema við háskóla eða setu í nefndum á vegum opinberra aðila. Þá segir að ráðningum skuli svo varið nema í undantekningatilvikum, að annað sé talið henta sjúkrahúsinu. Ákvörðun þessi var borin undir stjórnarnefnd og staðfest þar 13. desember 2001. Um heimild til þessarar ákvörðunar er vísað til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins um heimild vinnuveitenda til að ákveða og segja til um starfstilhögun starfsfólks. Í þeirri umræðu sem lá til grundvallar þessari ákvörðun var eftirfarandi rökum haldið fram að því er varðar lækna:
Almennt er það talið í anda góðrar stjórnsýslu að yfirmenn stofnunar eigi ekki hagsmuna að gæta utan hennar og séu helgaðir þeirri stofnun sem þeir eru ráðnir til sem forystumenn.
Líta verður á starf yfirlæknis sérgreinar sem ábyrgðarmikið og erilssamt starf sem krefst óskiptra starfskrafta, enda til þess ætlast að því sé sinnt af alúð.
Stjórnunarleg áhrif lækna innan spítalans hafa af mörgum verið talin fara dvínandi. Rök má leiða að því að það geti m.a. átt rót sína að rekja til hlutastarfa lækna og faglegra og fjárhagslegra hagsmuna þeirra utan stofnunar. Ákvörðun um að yfirlæknar séu í fullu starfi við spítalann er til þess fallin að styrkja stjórnunarhlutverk þeirra.
Af yfirlæknum er vænst að þeir séu leiðandi fyrir sérgrein sína, þar með talið hinn akademíska þátt, kennslu og rannsóknir. Fullt starf yfirlækna styrkir, og er nánast forsenda fyrir, eflingu akademískrar starfsemi á sjúkrahúsinu.
Efling göngudeilda við spítalann er yfirlýst stefna LSH. Lítil von er til þess að sú stefna komist til framkvæmda innan þeirra sérgreina þar sem stjórnandinn hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því að svo verði ekki.
Þau rök sem hér hafa verið rakin voru m.a. kynnt og rædd á fundum sviðsstjóra með lækningaforstjóra þar sem formaður læknaráðs á setu. Stjórn læknaráðs spítalans hefur lýst afstöðu sinni til framanskráðrar stefnumörkunar spítalans sem staðfest er í bréfi formanns læknaráðs, dags. 12. febrúar 2003, til forstjóra LSH en þar segir:
"Stjórnendur LSH hafa ákveðið að þeir sem gegna yfirlæknisstöðum skulu vera í fullu starfi og njóta helgunar og láta af sjálfstæðum læknisþjónusturekstri utan LSH. Stjórn læknaráðs hefur ekki gert athugasemdir við þessa ákvörðun stjórnenda LSH. Hún er án efa fullkomlega heimil. Þeir sem leitað hafa eftir yfirlæknisstöðum hafa gert sér fulla grein fyrir þeim kvöðum sem þeir hafa gengist undir og hafa gert það af fúsum og frjálsum vilja að ætla verður. Þeir hafa fengið aðlögunartíma eftir því sem við hefur átt."
Stjórn Læknafélags Íslands hefur ekki gert athugasemdir við það að spítalinn hafi sett sér reglur um fullt starf yfirlækna sem ráðnir eru eftir samþykkt reglnanna, en bent á að félagsmenn eigi að njóta jafnræðis gagnvart þeim reglum sem sjúkrahússtjórnin hefur sett sér um þau mál, sbr. bréf formanns LÍ til lækningaforstjóra, dags. 29. október 2001.
Auk samþykktar stjórnarnefndar LSH og framkvæmdastjórnar er stefnumörkun sama efnis í kjarasamningum við sjúkrahúslækna frá 1997, 2001 og 2002. Í yfirlýsingu Landspítala - háskólasjúkrahúss sem fylgdi kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs o.fl. við Læknafélag Íslands í maí 2002 segir til dæmis: ,,Aðeins þeir læknar sem ekki eru í störfum utan sjúkrahússins verða ráðnir í fullt 100% starf." Þar er jafnframt ákvæði um að læknar sem ekki eru yfirmenn, en sinna öðrum störfum eða verkefnum samhliða starfi sínu á sjúkrahúsinu, verði að hámarki ráðnir í 80% starf.
Þessari stefnumörkun allri hefur verið fylgt eftir við ráðningar í störf yfirmanna á LSH, bæði sviðsstjóra og yfirlækna. Við hverja ráðningu yfirmanns hefur skýrt komið fram í starfslýsingum að um fullt starf væri að ræða. Þeir sem hafa verið ráðnir til starfa sem yfirmenn hafa samt að jafnaði fengið nokkurn frest til að leggja af einkarekstur sem þeir kunna að hafa stundað utan sjúkrahússins.
(Fréttatilkynning frá forstjóra og lækningaforstjóra LSH)
Sigurður Björnsson hefur verið yfirlæknir lyflækninga krabbameina frá árinu 2001. Hann skrifaði 5. apríl 2003 undir samkomulag um að hætta stofurekstri sínum fyrir 1. nóvember 2003 en lýsti yfir í bréfi, mótteknu 22. október 2003, að hann teldi sig ekki bundinn af því samkomulagi. Í bréfi lögfræðings Sigurðar, dagsettu 5. nóvember 2003, var fullyrt að hann myndi hætta störfum á stofu sinni, en einungis tímabundið, og að hann færi jafnframt í dómsmál gegn þeirri grundvallarstefnu spítalans að yfirlæknar stundi ekki eigin stofurekstur samhliða stjórnunarstörfum á LSH.
Sigurður hefur þannig ákveðið að standa ekki við eigið samkomulag við yfirstjórn Landspítala - háskólasjúkrahúss og vinna gegn samþykkt stjórnarnefndar og framkvæmdastjórnar um forsendur fyrir ráðningu í störf yfirmanna á sjúkrahúsinu. Málið snýst eingöngu um skyldur yfirlækna við háskólasjúkrahúsið og litið er svo á að Sigurður hafi sagt sig frá starfi yfirlæknis lyflækninga krabbameina.
Landspítali - háskólasjúkrahús metur mikils fagleg störf Sigurðar Björnssonar í þágu sjúklinga. Ákveðið hefur verið að breyta starfslýsingu Sigurðar, þannig að hann haldi áfram starfi sínu á LSH sem sérfræðingur í lyflækningum krabbameina.
Stjórnendum Landspítala - háskólasjúkrahúss er mikið í mun að sú staða sem upp er komin hafi ekki áhrif á þjónustu við sjúklinga og hefur tryggt það með tímabundnum skipulagsbreytingum.
Afdráttarlaus stefna að yfirmenn helgi sig spítalastarfinu
Í desember 2001 tók framkvæmdastjórn Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) ákvörðun um breytingar á ráðningum og starfstilhögun yfirmanna sem starfa á sjúkrahúsinu þannig að þeir gegni fullu starfi þar og sinni ekki öðrum störfum á meðan, nema við háskóla eða setu í nefndum á vegum opinberra aðila. Þá segir að ráðningum skuli svo varið nema í undantekningatilvikum, að annað sé talið henta sjúkrahúsinu. Ákvörðun þessi var borin undir stjórnarnefnd og staðfest þar 13. desember 2001. Um heimild til þessarar ákvörðunar er vísað til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins um heimild vinnuveitenda til að ákveða og segja til um starfstilhögun starfsfólks. Í þeirri umræðu sem lá til grundvallar þessari ákvörðun var eftirfarandi rökum haldið fram að því er varðar lækna:
Almennt er það talið í anda góðrar stjórnsýslu að yfirmenn stofnunar eigi ekki hagsmuna að gæta utan hennar og séu helgaðir þeirri stofnun sem þeir eru ráðnir til sem forystumenn.
Líta verður á starf yfirlæknis sérgreinar sem ábyrgðarmikið og erilssamt starf sem krefst óskiptra starfskrafta, enda til þess ætlast að því sé sinnt af alúð.
Stjórnunarleg áhrif lækna innan spítalans hafa af mörgum verið talin fara dvínandi. Rök má leiða að því að það geti m.a. átt rót sína að rekja til hlutastarfa lækna og faglegra og fjárhagslegra hagsmuna þeirra utan stofnunar. Ákvörðun um að yfirlæknar séu í fullu starfi við spítalann er til þess fallin að styrkja stjórnunarhlutverk þeirra.
Af yfirlæknum er vænst að þeir séu leiðandi fyrir sérgrein sína, þar með talið hinn akademíska þátt, kennslu og rannsóknir. Fullt starf yfirlækna styrkir, og er nánast forsenda fyrir, eflingu akademískrar starfsemi á sjúkrahúsinu.
Efling göngudeilda við spítalann er yfirlýst stefna LSH. Lítil von er til þess að sú stefna komist til framkvæmda innan þeirra sérgreina þar sem stjórnandinn hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því að svo verði ekki.
Þau rök sem hér hafa verið rakin voru m.a. kynnt og rædd á fundum sviðsstjóra með lækningaforstjóra þar sem formaður læknaráðs á setu. Stjórn læknaráðs spítalans hefur lýst afstöðu sinni til framanskráðrar stefnumörkunar spítalans sem staðfest er í bréfi formanns læknaráðs, dags. 12. febrúar 2003, til forstjóra LSH en þar segir:
"Stjórnendur LSH hafa ákveðið að þeir sem gegna yfirlæknisstöðum skulu vera í fullu starfi og njóta helgunar og láta af sjálfstæðum læknisþjónusturekstri utan LSH. Stjórn læknaráðs hefur ekki gert athugasemdir við þessa ákvörðun stjórnenda LSH. Hún er án efa fullkomlega heimil. Þeir sem leitað hafa eftir yfirlæknisstöðum hafa gert sér fulla grein fyrir þeim kvöðum sem þeir hafa gengist undir og hafa gert það af fúsum og frjálsum vilja að ætla verður. Þeir hafa fengið aðlögunartíma eftir því sem við hefur átt."
Stjórn Læknafélags Íslands hefur ekki gert athugasemdir við það að spítalinn hafi sett sér reglur um fullt starf yfirlækna sem ráðnir eru eftir samþykkt reglnanna, en bent á að félagsmenn eigi að njóta jafnræðis gagnvart þeim reglum sem sjúkrahússtjórnin hefur sett sér um þau mál, sbr. bréf formanns LÍ til lækningaforstjóra, dags. 29. október 2001.
Auk samþykktar stjórnarnefndar LSH og framkvæmdastjórnar er stefnumörkun sama efnis í kjarasamningum við sjúkrahúslækna frá 1997, 2001 og 2002. Í yfirlýsingu Landspítala - háskólasjúkrahúss sem fylgdi kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs o.fl. við Læknafélag Íslands í maí 2002 segir til dæmis: ,,Aðeins þeir læknar sem ekki eru í störfum utan sjúkrahússins verða ráðnir í fullt 100% starf." Þar er jafnframt ákvæði um að læknar sem ekki eru yfirmenn, en sinna öðrum störfum eða verkefnum samhliða starfi sínu á sjúkrahúsinu, verði að hámarki ráðnir í 80% starf.
Þessari stefnumörkun allri hefur verið fylgt eftir við ráðningar í störf yfirmanna á LSH, bæði sviðsstjóra og yfirlækna. Við hverja ráðningu yfirmanns hefur skýrt komið fram í starfslýsingum að um fullt starf væri að ræða. Þeir sem hafa verið ráðnir til starfa sem yfirmenn hafa samt að jafnaði fengið nokkurn frest til að leggja af einkarekstur sem þeir kunna að hafa stundað utan sjúkrahússins.
(Fréttatilkynning frá forstjóra og lækningaforstjóra LSH)