Afmælisbarnið í fullum skrúða
Blóðbankabíllinn var fyrir utan hús Blóðbankans í tilefni af 50 ára afmæli hans. Opið hús 14. nóvember 2003.
Friðrik Már Valgeirsson jafnaldri Blóðbankans kom og gaf sína 18. gjöf í tilefni dagsins.
Blóðbankinn bauð þeim sem voru átján ára 14. nóvember að koma í heimsókn
og skoða starfsemina. Blómabændur færðu þeim blómvönd í tilefni dagsins.
Eymundur Sveinn Leifsson gerði sér lítið fyrir á 18 ára afmælisdaginn og
ákvað að gerast blóðgjafi. Við fyrstu komu er einungis tekið blóðsýni til rannsóknar
og eftir tvær vikur getur hann komið og gefið blóð.
Gamlir starfsmenn Blóðbankans litu við í heimsókn á þessum góða degi.
Það var glatt á hjalla og margt skemmtilegt rifjað upp.
Blóðgjafar komu og gáfu blóð, fengu þeir rauða rós frá blómabændum í tilefni dagsins.
Blóðgjafar voru hressir og kátir enda gott með kaffinu á afmælisdaginn.
Og Vodafone og Blóðbankinn skrifuðu undir samstarfsamning á afmælisdaginn.
Blóðgjafafélagið gaf Blóðbankanum skjöld í tilefni dagsins.
Hlutir úr sögu Blóðbankans voru settir upp í sýningarskáp í biðstofu blóðgjafa.
Þórður B Þórðarsson var fyrsti hundraðshöfðingi Blóðbankans, hér er hann á mynd með
Sveini Guðmundssyni yfirlækni Blóðbankans.
Það var margt um manninn í Blóðbankanum á afmælinu. Starfsólk
og gestir gerðu sér glaðan dag.