Og Vodafone leggur Blóðbankanum lið
Fulltrúar Og Vodafone og Blóðbankans skrifuðu undir samkomulag í dag sem felur í sér stuðning Og Vodafone við kynningar-, útgáfu og fræðslustarf Blóðbankans næstu þrjú árin. Það voru Óskar Magnússon, forstjóri Og Vodafone, og Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, sem staðfestu samkomulagið í húsakynnum Blóðbankans.
Markmið samstarfsins er að auka sýnileika Blóðbankans meðal almennings og þá sérstaklega yngra fólksins sem hugsanlegir framtíðar blóðgjafar. Og Vodafone er aðal styrktaraðili Blóðbankans á samningstímanum. Í því felst m.a. að Og Vodafone mun geta starfs Blóðbankans á kynningarefni sínu undir yfirskriftinni: "Ert þú gæðablóð?". Þá verða þemavikur tengdar starfi Blóðbankans í verslunum Og Vodafone, félagið færir blóðgjöfum ár hvert þakklætisvott, Og Vodafone mun geta samstarfsins við Blóðbankann í auglýsingum sínum svo eitthvað sé nefnt.
"Markmið samstarfsins er að auka sýnileika Blóðbankans meðal almennings og gera Blóðbankanum mögulegt að afla nýrra blóðgjafa. Við bindum einnig miklar vonir við að fræðsluefni okkar verði sýnilegra og aðgengilegra vegna samstarfsins og að þetta viðhaldi jákvæðu viðhorfi almennings til starfsemi okkar," segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, Landspítala-háskólasjúkrahúss.Markmið samstarfsins er að auka sýnileika Blóðbankans meðal almennings og þá sérstaklega yngra fólksins sem hugsanlegir framtíðar blóðgjafar. Og Vodafone er aðal styrktaraðili Blóðbankans á samningstímanum. Í því felst m.a. að Og Vodafone mun geta starfs Blóðbankans á kynningarefni sínu undir yfirskriftinni: "Ert þú gæðablóð?". Þá verða þemavikur tengdar starfi Blóðbankans í verslunum Og Vodafone, félagið færir blóðgjöfum ár hvert þakklætisvott, Og Vodafone mun geta samstarfsins við Blóðbankann í auglýsingum sínum svo eitthvað sé nefnt.
Sveinn segir það eitt af lykilverkefnum Blóðbankans hverju sinni að afla nýrra blóðgjafa á hverjum tíma. Samstarfið við Og Vodafone veiti Blóðbankanum aukinn möguleika á að nálgast yngra fólk en það er sá hópur sem bankinn gerir sér sérstakt far um að nálgast samhliða eldri blóðgjöfum.
"Það er okkur mikil ánægja að leggja því brýna samfélagslega verkefni lið sem Blóðbankinn sinnir. Það má segja að okkur renni þannig blóðið til skyldunnar," segir Óskar Magnússon, forstjóri Og Vodafone. "Blóðbankinn þarf að ná til fólksins og við teljum okkur kunna það vel. Ekki síst þarf bankinn að ná til ungs fólks. Stór hluti okkar viðskiptavina telst til þess hóps og sú þjónusta sem við bjóðum, eins og SMS þjónusta, nýtist Blóðbankanum þar vel. Þá er Landspítali-háskólasjúkrahús stærsta fyrirtækið í viðskiptum við okkur og því megum við vera stolt af því að geta stutt við starfsemi þess. Loks hefur Blóðbankinn á síðustu árum verið að auka hreyfanleika sinn, ef svo má segja, og fara út til blóðgjafa á blóðbankabílnum. Okkar hlutverk á vettvangi fjarskipta er að auðvelda fólki að vera í sambandi þegar það er á ferðinni. Af þessari ástæðu og öðrum sem ég nefndi eiga Og Vodafone og Blóðbankinn samleið."