Rudolf Zajac heilbrigðisráðherra Slóvakíu var í heimsókn á LSH, ásamt fyldarliði, föstudaginn 24. október 2003. Tekið var á móti hópnum á Eiríksstöðum þar sem forstjóri LSH, framkvæmdastjóri lækninga og framkvæmdastjóri kennslu, vísinda og þróunar sögðu gestunum frá Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Á eftir var farið í skoðunarferð. Heilbrigðisráðherrann er sérfræðingur í þvagfæralækningum og hafði hann óskað eftir því að skoða hér aðstöðu í sinni sérgrein. Eiríkur Jónsson yfirlæknir í þvagfæralækningum sagði komumanni frá þeirri starfsemi sem hann stýrir. Þar á eftir var haldið í Barnaspítala Hringsins þar sem Ásgeir Haraldsson sviðsstjóri sagði frá starfsemi barnaspítalans. Á vökudeildinni sagði Hörður Bergsveinsson sérfræðingur í nýburalækningum frá starfseminni þar.
Gestirnir frá Slóvakíu, auk ráðherrans, voru aðstoðarmaður hans Peter Pazitný og læknirinn og ráðuneytisstjórinn Svatopluk Hlavacka. Með þeim voru eiginkona heilbrigðisráðherrans, Eleonora Zajacova, eiginkona ráðuneytisstjórans, Edita Hlavackova og eiginkona aðstoðarmanns ráðherra, Zuzana Pazitna. Þau eru öll frá Bratislava.
Gestirnir frá Slóvakíu, auk ráðherrans, voru aðstoðarmaður hans Peter Pazitný og læknirinn og ráðuneytisstjórinn Svatopluk Hlavacka. Með þeim voru eiginkona heilbrigðisráðherrans, Eleonora Zajacova, eiginkona ráðuneytisstjórans, Edita Hlavackova og eiginkona aðstoðarmanns ráðherra, Zuzana Pazitna. Þau eru öll frá Bratislava.