Samhjálp kvenna, samtök til stuðnings konum sem greinast með brjóstakrabbamein, efnir til málþings þriðjudaginn 21. október í Hringsal á Landspítala Hringbraut. Málþingið hefst kl. 20:00. Yfirskrift þess er "Brjóstakrabbamein – hvar stöndum við?" Málþingið er hluti af árveknisátaki um brjóstakrabbamein nú í október en það miðar að því að fræða um sjúkdóminn og hvetja konur til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku.
Að loknu ávarpi Guðrúnar Sigurjónsdóttur, formanns Samhjálpar kvenna, mun Mary Buchanan forseti Europa Donna segja frá starfi þessara Evrópusamtaka gegn brjóstakrabbameini en þau knýja á um úrbætur að því er varðar greiningu sjúkdómsins og meðferð. Síðan flytur Laufey Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsskrárinnar erindi um faraldsfræði brjóstakrabbameins, Baldur F. Sigfússon yfirlæknir á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins talar um röntgenmyndatökur og Sigurður Björnsson yfirlæknir á Landspítala ræðir um meðferð við brjóstakrabbameini. Kristbjörg Þórhallsdóttir fyrrverandi formaður Samhjálpar kvenna verður fundarstjóri. Fundurinn er öllum opinn, meðan húsrúm leyfir.
Í tilefni af fundinum verður framhlið aðalbyggingar Landspítala Hringbraut lýst upp í bleikum lit á þriðjudagskvöld, en bleikt er einkennislitur árveknisátaksins.
Að loknu ávarpi Guðrúnar Sigurjónsdóttur, formanns Samhjálpar kvenna, mun Mary Buchanan forseti Europa Donna segja frá starfi þessara Evrópusamtaka gegn brjóstakrabbameini en þau knýja á um úrbætur að því er varðar greiningu sjúkdómsins og meðferð. Síðan flytur Laufey Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsskrárinnar erindi um faraldsfræði brjóstakrabbameins, Baldur F. Sigfússon yfirlæknir á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins talar um röntgenmyndatökur og Sigurður Björnsson yfirlæknir á Landspítala ræðir um meðferð við brjóstakrabbameini. Kristbjörg Þórhallsdóttir fyrrverandi formaður Samhjálpar kvenna verður fundarstjóri. Fundurinn er öllum opinn, meðan húsrúm leyfir.
Í tilefni af fundinum verður framhlið aðalbyggingar Landspítala Hringbraut lýst upp í bleikum lit á þriðjudagskvöld, en bleikt er einkennislitur árveknisátaksins.