Þann 18. september barst endurhæfingardeild LSH á Grensási öndunarmælir í tilefni 30 ára starfsafmælis deildarinnar. Hjörleifur Þórarinsson og Linda Björk Ólafsdóttir frá lyfjafyrirtækinu GlaxoSmith Kline afhentu mælinn, en Loftfélagið er samstarfsverkefni GlaxoSmith Kline, Landlæknisembættisins, Tóbaksvarnarnefndar og nokkurra fagfélaga heilbrigðisstétta. Öndunarmælirinn er af gerðinni SpiroStar frá Medikro, en Loftfélagið hefur afhent yfir 40 slíka hér á landi. Mun hann nýtast vel til klínískra nota og rannsóknarverkefna sem tengjast mati á öndun sjúklinga með hreyfihömlun.
Á myndinni má sjá Stefán Yngvason, sviðsstjóra lækninga, taka við gjöfinni úr hendi Lindu Bjarkar Ólafsdóttur frá GlaxoSmithKline.
Á myndinni má sjá Stefán Yngvason, sviðsstjóra lækninga, taka við gjöfinni úr hendi Lindu Bjarkar Ólafsdóttur frá GlaxoSmithKline.