Vísindadagur sálfræðinga á geðsviði Landspítala-háskólasjúkrahúss, 19. september 2003
Tími: | Titill erindis – flytjandi – stutt lýsing á efni erindis: |
10:00 – 10:30 | Kynning á störfum sálfræðinga á geðsviði |
Jón Friðrik Sigurðsson, forstöðusálfræðingur | |
Stutt kynning á störfum sálfræðinga á geðsviði. Einnig verður sagt frá rannsóknar-verkefnum sálfræðinga á sviðinu, sem kynnt voru á norræna geðlæknaþinginu sem haldið var í Reykjavík í ágúst síðastliðnum. | |
10:30 – 10:50 | Tíðni einhverfueinkenna hjá börnum greindum með ADHD: Samanburður á fimm klínískum hópum |
Urður Njarðvík,Guðmundur B. Arnkelsson, Páll Magnússon og María Guðsteinsdóttir | |
Erlendar rannsóknir benda til hárrar tíðni einhverfu-einkenna meðal barna með ADHD en samanburð við aðrar greiningar hefur vantað. Tvö skimunartæki voru lögð fyrir foreldra 84 barna á BUGL. Börnin voru greind með ADHD, kvíða/þunglyndi, einhverfu, Asperger heilkenni eða aðrar raskanir á einhverfurófi. | |
|
Afbrotahegðun og persónuleikaeinkenni |
Emil Einarsson, Ólafur Bragason, Gísli H. Guðjónsson og Jón Friðrik Sigurðsson | |
Í erindi þessu verður skýrt frá niðurstöðum rannsóknar á afbrotahegðun og persónu-leika--einkennum um 1600 íslenskra ungmenna á aldrinum 15 til 25 ára. Kannað var með aðhvarfsgreiningu hvernig persónuleikaeinkenni þau sem mæld voru skýra afbrota-hegðun. Emil er aðstoðarmaður sálfræðinga á geðsviði og Ólafur er starfs-maður á barnadeild BUGL. | |
|
Bráðainnlagnir á unglingageðdeild: Misnotkun og vanræksla sem áhættuþættir |
Sigurður Rafn A. Levy, Guðlaug M. Júlíusdóttir og Bertrand Lauth | |
Í þessu erindi verður skýrt frá algengi misnotkunar og vanrækslu á meðal unglinga sem lagðir eru inn á unglingageðdeild. Niðurstöðurnar sýna að misnotkun og vanræksla er mun algengari hjá þessum hópi en sambærilegum hópi heilbrigðra unglinga. | |
|
Fótaóeirð |
Hjördís Björg Tryggvadóttir | |
Einkenni og greiningarskilmerki fótaóeirðar, hugsan-legar orsakir hennar og meðferð. Auk þess verður sagt frá heilsutengdum lífsgæðum fótaóeirðarsjúklinga á Íslandi. | |
|
Hópmeðferð við félagsfælni |
Sóley Dröfn Davíðsdóttir og Guðrún Íris Þórsdóttir | |
Félagsfælni er algeng og hamlandi kvíðaröskun sem einkennist af óttanum við neikvætt mat annarra á eigin frammi-stöðu. Tveimur hópum var veitt 10 vikna námskeið í hugrænni atferlis-meðferð við félagsfælni. Sjö kvarðar, sem meta ýmsa þætti kvíða og þunglyndis, voru lagðir fyrir þátttakendur, sem og saman-burðarhóp, við upphaf og lok námskeiðs. Þátttakendur lækkuðu til muna á þunglyndi og kvíða og gátu tekist á við mun erfiðari félagslegar aðstæður undir lok námskeiðs. | |
|
Matarhlé |
|
Athugun á þáttabyggingu Penn State áhyggjukvarðans: Einn, tveir eða þrír þættir? |
Ragnar Pétur Ólafsson | |
Fjallað er um þáttabyggingu Penn State áhyggju-kvarðans, sem var upphaflega talinn mæla hneigð fólks til að hafa áhyggjur og talinn innihalda einn þátt með 16 atriðum. Nýlegar þátta-greininga-rannsóknir sýna að tveggja og þriggja þátta lausnir séu betri til að lýsa þáttabyggingu kvarðans. Fram-kvæmdar voru tvær rannsóknir þar sem þátta-bygging íslenskrar og hollenskrar þýðingar voru bornar saman með staðfestandi þáttagreiningu. Breitt útgáfa mælitækisins var einnig athuguð. Niðurstöður verða ræddar í samhengi við áfram-haldandi notkun mælitækisins. | |
|
Taugasálfræði geðklofa |
Brynja Magnúsdóttir | |
Erindið mun fjalla um doktorsverkefni Brynju sem er rannsókn á taugasálfræði geðklofasjúklinga. Brynja mun skýra frá bak-grunni rannsóknarinnar, sniði hennar, prófum sem notuð verða og tilgátum. Einnig mun hún skýra stuttlega frá frum-niðurstöðum í einum hluta rannsóknarinnar. Brynja er í doktorsnámi. | |
|
Skörun á milli kvíða og líkamlegra kvilla hjá eldra fólki: Raunvísindaleg nálgun að hagkvæmri aðgreiningu |
Erla Grétarsdóttir | |
Erindið lýsir efni doktorsritgerðar sem er rannsókn á hagkvæm-um leiðum til greiningar á kvíða hjá eldra fólki og ber niður-stöður saman við hóp af yngri þátttakendum. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að læknar eiga oft í erfiðleikum með að greina kvíða hjá þessum aldurs-hópi. Algengt er að kvíða-einkenni séu talin merki um líkamlega van-heilsu eða séu eðlileg merki þess að eldast. Það er því tiltölulega algengt að eldra fólk fái ekki meðferð við kvíða þegar þess er þörf. Erla er í starfsþjálfun (internship) á geðsviði. | |
|
Drykkjumynstur fólks, líðan þess og sjálfsmat |
Inga Huld Hermóðsdóttir og Ása Guðmundsdóttir | |
Í erindi þessu verður greint frá helstu niðurstöðum rannsóknar sem gerð varð á þeim sem leita sér aðstoðar vegna vímuefna-vanda annars vegar og háskólanema hins vegar. Kannað var hvernig drykkjumynstur þessara tveggja hópa tengist líðan, sjálfs-mati og félagsfærni. Einnig var skoðað hvort drykkju-mynstur hefði mismikil tengsl við sjálfstraust, félagsfærni, þunglyndi og kvíða. | |
|
Kaffihlé |
|
Er þörf fyrir sérhæfða sálfræðiþjónustu í almennri heilsugæslu? |
Agnes S. Agnarsdóttir | |
Erindið fjallar um niðurstöður rannsóknar á þörf fyrir sálfræðiþjónustu á heilsugæslu-stöðvum. Heilsugæslulæknar á þremur heilsugæslustöðvum svöruðu spurninga--lista um sálræna erfiðleika hjá 499 einstaklingum sem leituðu til þeirra yfir þrjá daga. General Health Questionnaire, 30 atriða spurningalisti, var lagður fyrir sömu einstaklinga á bið-stofu. Athugað var hversu stór hluti einstaklinganna sem leituðu til heilsugæslulæknis ætti við sálrænan vanda og hvernig með-höndlun þeir fengu sérstaklega með tilliti til lyfjagjafa og tilvísana til fagaðila á geðheilbrigðissviði. | |
|
Félagskvíði: Meðferð í miðjum klíðum |
Pétur Tyrfingsson | |
Greint verður frá einu tilviki hugrænnar atferlismeðferðar við félagskvíða og viðleitni til að meta framvindu. Tekin var grunnlína fyrir fjórar vikur áður en meðferð hófst. Sagt verður frá aðdraganda tilraunarinnar, vandamálum sem upp hafa komið og hvernig málin standa nú. | |
|
Þættir sem hafa áhrif á aðlögun að langvinnum sjúkdómi: tengsl geðslags við bjargráð, sársauka og hömlun hjá scleroderma sjúklingum |
Ingunn Hansdóttir | |
Erindið fjallar um doktorsverkefni hennar sem ber heitið "Relation-ships of Positive and Negative Affect to Coping and Functional Outcomes in Systemic Sclerosis". Rann-sóknin var gerð til að skoða hvaða sálfræðilegar breytur spá fyrir um aðlögun hjá sjúklingum með gigtarsjúkdóm (scleroderma) og hvernig sam-bandi þessara breyta var háttað. Rannsókn þessi upplýsir okkur um hvernig megi stuðla að betri aðlögun að scleroderma og sýnir fram á mikilvægi þess að við metum jákvætt geðslag ekki síður en neikvætt geðslag, eins og oft vill brenna við í sálfræði-rannsóknum. | |