Í dag skrifa heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra, fjármálaráðherra, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss og fulltrúar Kópavogsbæjar undir samning um sölu lands og fjögurra húsa í Kópavogi. Um er að ræða land sem er vestan og austan húsa LSH í Kópavogi og spítalinn hefur ekki nýtt fyrir sína starfsemi. Þau hús sem LSH er með starfsemi í og lóðir umhverfis þau eru áfram í eigu spítalans. Hús nr. 1 og 2, það sem húðdeildin er í, verður selt en spítalinn þarf ekki að afhenda það fyrr en eftir 3 ár. Önnur hús, sem eru seld, eru Kópavogsbraut 9 og verður það afhent eftir 1 ár, gamli Kópavogsbærinn og hús sem nefnt hefur verið Holdsveikraspítalinn. LSH hefur ekki verið með starfsemi í þessum tveimur síðastnefndu húsum og verða þau afhent strax.
Söluandvirði landsins sem er selt og húsanna fjögurra er 260 milljónir króna og verður það notað í uppbyggingu á starfsemi spítalans í tengslum við sameiningu sérgreina.
Salan hefur því engin áhrif á starfsemi spítalans í Kópavogi ef undan er skilin húðdeildin sem þarf að flytja sig um set innan þriggja ára. Þá hefur salan ekki áhrif á uppbyggingaráform Velferðarsjóðs barna sem er að hefja innréttingu á deild fyrir langveik börn á deild 7 í Kópavogi.
Söluandvirði landsins sem er selt og húsanna fjögurra er 260 milljónir króna og verður það notað í uppbyggingu á starfsemi spítalans í tengslum við sameiningu sérgreina.
Salan hefur því engin áhrif á starfsemi spítalans í Kópavogi ef undan er skilin húðdeildin sem þarf að flytja sig um set innan þriggja ára. Þá hefur salan ekki áhrif á uppbyggingaráform Velferðarsjóðs barna sem er að hefja innréttingu á deild fyrir langveik börn á deild 7 í Kópavogi.