Bolspelkur eru elsta skráða meðferðarformið við aflögunum á hrygg. Aðalmarkmið slíkra spelkna hefur verið að leiðrétta og /eða hindra að hryggskekkja versni. Þó skiptar skoðanir séu um hvort bolspelka vinni gegn aukningu hryggskekkju þá auðveldar hún einstaklingum, sem ekki geta setið af eigin rammleik, sitjandi stöðu og bætir þar með möguleika þeirra á þátttöku í athöfnum daglegs lífs og eykur þannig lífsgæði. Litlar breytingar hafa orðið síðust ár /áratugi á bolspelkum, sem hafa verið notaðar fyrir einstaklinga með slíkar fatlanir. Skoðanir sérfræðinga á áhrifum bolspelkna á lungnastarfsemi og öndun eru ekki samhljóma og er það ekki síst vegna þess hve fáar rannsóknir eru til á þessu sviði og hve erfitt er að framkvæma slíkar rannsóknir. Ástæðan er m.a. sú að flest mælitæki krefjast samvinnu þess sem verið er að mæla og þess sem framkvæmir mælinguna.
Nú er hinsvegar til staðar íslenskt tæki - ANDRI -sem gerir kleyft að mæla öndunarhreyfingar hjá svona mikið fötluðum einstaklingum og leggja þannig mat á áhrif mismunandi bolspelkna á öndun og öndunarhreyfingar einstaklingsins."Pilot stúdía" gerð af Guðnýju Jónsdóttur og Atla Ágústssyni sjúkraþjálfurum á Landspítala - háskólasjúkrahúsi árið 2001, sýndi að hefðbundin bolspelka heftir öndunarhreyfingar hjá einstaklingi með fjölþætta fötlun og hryggskekkju. Í kjölfar birtingar þeirra niðurstaðna vaknaði sú hugmynd að gera betur og reyna að hanna og smíða nýja bolspelku sem veitti sama stuðning og hefði sömu virkni og hefðbundin spelka, en án þess að hefta öndun og valda þannig aukinni hættu á lungnavandamálum og öðrum heilsufarsvandamálum.
Hugmyndin varð að samstarfsverkefni sjúkraþjálfunar á Landspítala Kópavogi og STS styrks og stoðar hf. Hryggstoðin er hönnuð og þróuð af Erni Ólafssyni, stoðtækjafræðingi og samstarfsmönnum hans hjá Stoð stoðtækjasmíði ehf og Guðnýju Jónsdóttur og Atla Ágústssyni sjúkraþjálfurum á Landspítala Kópavogi.
Hryggstoðin er þróuð fyrir einstaklinga með mikla hryggskekkju, en grunnhugmyndin og niðurstöður rannsóknarinnar munu væntanlega auka notkunarsviðið verulega. Hugsanlegt er að hefja megi meðferð fyrr en verið hefur með hefðbundnar bolspelkur og þannig jafnvel ná betri árangri í að sporna gegn þróun hryggskekkju hjá þessum hópi, en til hans teljast einstaklingar með CP – heilatengda lömun.
Þó verkefnið sé langt komið, þá er ýmislegt eftir. Beðið er niðurstöðu formlegrar nýnæmis- athugunar framkvæmdri af A&P Árnasyni og eftir er að gera nákvæmar verklýsingar fyrir forvinnu, mótatöku, framleiðslu og frágang spelkunnar. Útbúa þarf kennsluefni og skipuleggja námskeið í undirbúningi, móta- og myndatöku.
Nú er hinsvegar til staðar íslenskt tæki - ANDRI -sem gerir kleyft að mæla öndunarhreyfingar hjá svona mikið fötluðum einstaklingum og leggja þannig mat á áhrif mismunandi bolspelkna á öndun og öndunarhreyfingar einstaklingsins."Pilot stúdía" gerð af Guðnýju Jónsdóttur og Atla Ágústssyni sjúkraþjálfurum á Landspítala - háskólasjúkrahúsi árið 2001, sýndi að hefðbundin bolspelka heftir öndunarhreyfingar hjá einstaklingi með fjölþætta fötlun og hryggskekkju. Í kjölfar birtingar þeirra niðurstaðna vaknaði sú hugmynd að gera betur og reyna að hanna og smíða nýja bolspelku sem veitti sama stuðning og hefði sömu virkni og hefðbundin spelka, en án þess að hefta öndun og valda þannig aukinni hættu á lungnavandamálum og öðrum heilsufarsvandamálum.
Hugmyndin varð að samstarfsverkefni sjúkraþjálfunar á Landspítala Kópavogi og STS styrks og stoðar hf. Hryggstoðin er hönnuð og þróuð af Erni Ólafssyni, stoðtækjafræðingi og samstarfsmönnum hans hjá Stoð stoðtækjasmíði ehf og Guðnýju Jónsdóttur og Atla Ágústssyni sjúkraþjálfurum á Landspítala Kópavogi.
Hryggstoðin er þróuð fyrir einstaklinga með mikla hryggskekkju, en grunnhugmyndin og niðurstöður rannsóknarinnar munu væntanlega auka notkunarsviðið verulega. Hugsanlegt er að hefja megi meðferð fyrr en verið hefur með hefðbundnar bolspelkur og þannig jafnvel ná betri árangri í að sporna gegn þróun hryggskekkju hjá þessum hópi, en til hans teljast einstaklingar með CP – heilatengda lömun.
Þó verkefnið sé langt komið, þá er ýmislegt eftir. Beðið er niðurstöðu formlegrar nýnæmis- athugunar framkvæmdri af A&P Árnasyni og eftir er að gera nákvæmar verklýsingar fyrir forvinnu, mótatöku, framleiðslu og frágang spelkunnar. Útbúa þarf kennsluefni og skipuleggja námskeið í undirbúningi, móta- og myndatöku.