Laugaráskvartettinn kom í heimsókn á Barnaspítala Hringsins 29. ágúst 2003, ásamt Gulu-músinni frá BT tölvum. Gestirnir færðu barnaspítalanum að gjöf DVD spilara og 45 DVD mynddiska. Diskarnir eru með fjölbreyttu efni fyrir börn frá aldrinum 2ja til 18 ára. Kvartettinn, sem að þessu sinni reyndist vera tríó, tók lagið á leikstofunni við fögnuð viðstaddra.
Laugaráskvartettinn:
Egill Árni Pálsson tenór
Þröstur Freyr Gylfason baríton
Hreiðar Ingi Þorsteinsson tenór
Þorvaldur Skúli Pálsson bassi
Kvartettinn hafði haldið tvenna tónleika og rann ágóðinn til kaupa á mynddiskunum og DVD spilaranum, í samvinnu við BT tölvur. Kvartettinn bætti úr brýnni þörf því að á barnaspítalanum voru einungis til 5 DVD mynddiskar áður en þessi rausnarlega gjöf barst. Barnaspítali Hringsins færir bestu þakkir fyrir gjöfina og þakkar hlýhug til starfsins.
Laugaráskvartettinn hefur komið í heimsókn á Barnaspítala Hringsins ár hvert í desember og sungið jólalög fyrir börnin, foreldra þeirra og starfsfólk.
Laugaráskvartettinn:
Egill Árni Pálsson tenór
Þröstur Freyr Gylfason baríton
Hreiðar Ingi Þorsteinsson tenór
Þorvaldur Skúli Pálsson bassi
Kvartettinn hafði haldið tvenna tónleika og rann ágóðinn til kaupa á mynddiskunum og DVD spilaranum, í samvinnu við BT tölvur. Kvartettinn bætti úr brýnni þörf því að á barnaspítalanum voru einungis til 5 DVD mynddiskar áður en þessi rausnarlega gjöf barst. Barnaspítali Hringsins færir bestu þakkir fyrir gjöfina og þakkar hlýhug til starfsins.
Laugaráskvartettinn hefur komið í heimsókn á Barnaspítala Hringsins ár hvert í desember og sungið jólalög fyrir börnin, foreldra þeirra og starfsfólk.