Kóreumaðurinn, dr. Tae-Sup Lee alþjóðaforseti LCI, Lions Clubs International, heimsótti Landspítala - háskólasjúkrahús í dag, ásamt eiginkonu sinni og forystumönnum Lionshreyfingarinnar hér á landi. Alþjóðforsetinn er á ferðalagi um heiminn. Hann sækir heim milli 40 og 50 lönd á þessu ári en Lionshreyfingin starfar í 191 landi. Þetta heimsferðalag Tí. S. Lee tekur 320 daga.
Lionshreyfingin hefur stutt dyggilega við fjölmargt í starfsemi á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í fjölda ára. Þar má til dæmis nefna starfsemi háls-, nef- og eyrnadeildar í Fossvogi. Ekki er heldur langt síðan Lionsmenn sáu til þess að hver sjúklingur á hjarta- og lungaskurðlækningadeild 12E við Hringbraut hefur sjónvarp.
Mynd: Í heimsókn hjá forstjóra LSH. Frú Haing-Ja Lí, eiginmaður hennar dr. Tae-Sup "TS" Lee, Hörður Sigurjónsson fjölumdæmisstjóri Lions, Magnús Pétursson forstjóri LSH, Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga á LSH og Jón Bjarni Þorsteinsson fyrrverandi alþjóðastjórnarmaður Lions.
Lionshreyfingin hefur stutt dyggilega við fjölmargt í starfsemi á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í fjölda ára. Þar má til dæmis nefna starfsemi háls-, nef- og eyrnadeildar í Fossvogi. Ekki er heldur langt síðan Lionsmenn sáu til þess að hver sjúklingur á hjarta- og lungaskurðlækningadeild 12E við Hringbraut hefur sjónvarp.
Mynd: Í heimsókn hjá forstjóra LSH. Frú Haing-Ja Lí, eiginmaður hennar dr. Tae-Sup "TS" Lee, Hörður Sigurjónsson fjölumdæmisstjóri Lions, Magnús Pétursson forstjóri LSH, Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga á LSH og Jón Bjarni Þorsteinsson fyrrverandi alþjóðastjórnarmaður Lions.