Ivan Sokolov og Regina Pokorna, stórmeistarar í skák, heimsóttu Barnaspítala Hringsins mánudaginn 7. júlí 2003 og tefldu nokkrar skákir við börn. Ástæða komunnar var að Skákfélagið Hrókurinn með Hrafn Jökulsson og Kristjón Kormák í broddi fylkingar kom færandi hendi á Barnaspítalann. Hrókurinn hefur undanfarið kynnt skáklistina í skólum og kom því einnig á leikstofu Barnaspítalans og færði börnunum skákbækur, töfl, taflmenn og taflklukkur. Með í för voru stórmeistararnir Ivan Sokolov og Regina Pokorna sem dvöldu drjúga stund og tóku nokkrar skákir við krakka á deildinni.
Sokolov og Pokorna á barnaspítalanum
Skákfélagið Hrókurinn færði Barnaspítala Hringsins gjafir í heimsókn sinni þangað og erlendir stórmeistarar tefldu við börnin.