Fréttablaðið, Þri. 8. júlí 07:23
Gaf 480 lítra af blóði
Ástralskur karlmaður á sjötugsaldri komst í heimsmetabók Guinnes sem örlátasti blóðgjafi sögunnar þegar hann hafði gefið blóðbanka ástralska Rauða krossins alls 480 lítra blóði.
James Harrison byrjaði að gefa blóð þegar hann var átján ára gamall og eru heimsóknir hans í blóðbankann nú orðnar á níunda hundrað. Blóðið sem tekið hefur verið úr Harrison á síðustu fimm áratugum er nóg til að fylla bensíntanka í tíu smábílum eða 1.200 gosflöskur, að sögn yfimanns ástralska Rauða krossins.
Fengið af fréttavefnum Visir.is
Greinina er að finna hér (bls. 2)