Fyrirtækið Eirberg ehf færði Barnaspítala Hringsins og endurhæfingarsviði að gjöf Panthera hjólastóla í tilefni af merkum tímamótum hjá báðum. Endurhæfingarsvið minntist í vor 30 ára starfsafmælis á Grensási og færði Eirberg deildinni þar Panthera hjólastól í tilefni af því. Í tilefni af opnun nýs barnaspítala gaf Eirberg ehf., í samstarfi við Panthera production AB í Svíþjóð, Barnaspítala Hringsins að gjöf 2 hjólastóla fyrir börn.
Panthera sérhæfir sig í framleiðslu á léttum hjólastólum fyrir börn og fullorðna og hóf Eirberg að selja þá í júlí 2002. Fyrirtækið er með samning við Tryggingastofnun ríkisins um sölu á svona hjólastólum.
Panthera sérhæfir sig í framleiðslu á léttum hjólastólum fyrir börn og fullorðna og hóf Eirberg að selja þá í júlí 2002. Fyrirtækið er með samning við Tryggingastofnun ríkisins um sölu á svona hjólastólum.