Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands vígði kapellu Barnaspítala Hringsins í dag, þriðjudaginn 3. júní 2003. Vígslan var ákaflega hátíðleg og fór fram í tali og tónum eftir dagskrá sem sr. Ingileif Malmberg sjúkrahúsprestur skipulagði. Vígslan hófst með því að munir voru bornir í kapelluna undir forspili Gunnars Gunnarssonar flautuleikara og Stefáns Helga Kristinssonar píanóleikara. Við vígsluna sungu og léku hjónin Anna Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Vígslugestir sungu sálma. Anna Ólafa Sigurðdóttir hjúkrunardeildarstjóri fór með bæn. Ritningargreinar lásu, auk biskups, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur, Herdís Gunnarsdóttir hjúkrunardeildarstjóri og sr. Ingileif Malmberg. Vígslan var sýnd á skjá í anddyri barnaspítalans.
Kapella barnaspítalans vígð
Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands vígði kapellu Barnaspítala Hringsins þriðjudaginn 3. júní 2003.